Klassísku String hillurnar þekkja flestir, en í ár eru 70 ár liðin frá því að hillurnar voru fyrst kynntar til sögunnar. String hillurnar hafa síðan þá notið gífulegra vinsælda, enda sérstaklega smart og svo er hægt að raða þeim saman á endalausa vegu. Núna í ár í tilefni af 70 ára afmælinu eru String hillurnar kynntar í tveimur nýjum litum, Blush og Beige en ásamt því bætist líka við galvaníseruð útgáfa sem eru hugsaðar til notkunar utandyra! Núna um þessar mundir eru ótalmargar skemmtilegar hönnunarsýningar í gangi þar sem allar nýjunar úr hönnunarheiminum eru og verða kynntar – ég er einmitt á leið á eina skemmtilega sýningu í næstu viku og ég get hreinlega ekki beðið eftir að sjá meðal annars nýju String hillurnar.
Hér að neðan má svo sjá String galvaníserað –
Skemmtilegar fréttir af einni vinsælustu hönnun í Skandinavíu en String Pocket hillurnar sérstaklega má sjá á ótalmörgum íslenskum heimilum!
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg