fbpx

NÝTT: BAST.IS

ÓskalistinnUmfjöllunVerslað

Það er alltaf ánægjulegt þegar bætist við verslunarflóruna hér heima og vöruúrval eykst, í dag langar mig að segja ykkur frá því að verslunin BAST var að opna vefverslun sem gleður eflaust þau ykkar sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eða okkur hin sem einfaldlega kunnum vel að meta að versla uppí sófa.

Uppáhalds merkið mitt sem fæst í BAST er Bitz en það er stellið mitt sem ég hef verið að safna og er núna komin með matardiska ásamt gylltum hnífapörum en ég fékk þessar vörur á heilann fyrir um einu og hálfu ári síðan enda dásamlega fallegar. Í versluninni fæst ýmislegt fyrir heimilið og borðhaldið og fást þar merki eins og Södahl, Simple Mess, Jamie Oliver, Rosti, Bitz og fleiri.

Ég tók saman smá lista til að sýna óskalistann minn úr versluninni…

// Færslan er ekki unnin í samstarfi við verslunina.

// Fallegur bleikur púði. // Ljúffengt nammi sem tækifærisgjöf. // Viðarbretti undir osta eða pizzur. // Gylltur bakki. // Bleik diskamotta frá Södahl sem ég á nú þegar. // Bitz bollar og skálar. // Skyndilega langar mig í hvít og einföld rúmföt – þessi eru frá Södahl. // Marmarabretti. // Eldfast mót frá Bitz. // Stundaglas sem stofupunt. // Ótrúlega fallegir blómavasar frá Simple Mess.//

Eigið annars alveg ljómandi föstudag.

#1 AF 6

Skrifa Innlegg