Ég kíkti um helgina í langþráða heimsókn í verslunina Winston Living sem flutti nýlega úr Kópavoginum yfir í miðbæ Reykjavíkur á besta stað bæjarins við Hljómalindartorg. Við fjölskyldan sátum á torginu í dágóða stund á Menningarnótt og það er sjaldan sem ég hef upplifað jafn mikla “útlanda” stemmingu og einmitt þarna, falleg hús sem umkringja torgið, góður matur í úrvali ásamt glæsilegum verslunum. Winston Living heillaði mig alveg upp úr skónum en þið voruð mörg sem fylgdust með heimsókninni á Svartahvitu snapchat og voruð sum hver agndofa yfir þessum fallegu vörum sem þarna var að finna. Tvær vörur rötuðu beina leið á óskalistann minn sem eru algjörir gullmolar, annars vegar var það gordjöss bleik glerkanna ásamt gylltum trylltum geómetrískum Gloria kertastjaka. Eigum við síðan eitthvað að ræða þennan bleika stól á gylltu löppunum sem mætti einnig vel rata heim til mín einn daginn?!
Ég get vel mælt með heimsókn í verslunina þeirra við Hljómalindatorg (margir sem þekkja það sem Hjartagarð). Sjá frekari upplýsingar í vefverslun þeirra hér.
Skrifa Innlegg