fbpx

NÝTT Á HEIMILIÐ

IkeaPersónulegt

Ég er með eitt markmið þessa dagana, það er að klára að græja herbergið hans Bjarts fyrir fyrsta afmælið hans sem er bráðlega. Það er ýmislegt sem vantar ennþá t.d. vegghillur sem ég ætlaði alltaf að fá smiðinn minn til að græja en hann hefur verið svo upptekinn að ég ákvað að kaupa bara þær fyrstu sem væru á ágætis verði sem ég sæi. Ég fór í smá verslunarferð í Ikea í gær og fann þar í eldhúsdeildinni ágætis punthillur sem fengu að koma með mér heim, svona á meðan að sonurinn sefur núna þá er ég frammi í stofu að klára að setja allt saman en ég skreytti smá bakhliðina í hillunum fyrst, önnur í sama lit og einn veggurinn og hin með marmarafilmu…svona þar sem ég átti það til á lager. Ég fann líka litla kryddvegghillu sem hentar vel sem fataslá undir töffarafötin sem eiga ekki heima ofan í skúffu, er þó eftir að klára að setja hana saman eftir að hafa málað hana hvíta í gærkvöldi. Ég tek mynd þegar það er klárt!

20150724_112358

B-ið keypti ég á netinu fyrir nokkru síðan en það á að vera hjá punthillunum, vélmennið komu svo tengdó með hingað heim um daginn en Andrés minn átti það sem krakki:) Um að gera að endurnýta gamalt dót. Í leiðinni í gegnum verslunina þá rataði eitt og annað líka ofan í kerruna en þessi fína karafla hér að neðan heillaði mig alveg, hún er úr línunni 365+ sem er mjög basic og flott lína, væri alveg til í nokkur vatnsglös líka.

20150724_112158

Fyrir ykkur sem ekki vissuð þá er núna hægt að skoða IKEA 2016 USA bæklinginn á netinu, sjá hér. Ég er búin að fletta honum 2x og sá ýmislegt t.d. ný lína sem heitir SITTNING og Sigga Heimis okkar er á bls. 81 að segja frá henni. Mæli með að kíkja á þetta og láta sig dreyma! :) 

Ég á ekki að þurfa að taka það fram en þessi færsla er ekki á nokkurn hátt kostuð og að sjálfsögðu greiddi ég fyrir vörurnar sjálf. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

BLEIKT & FALLEGT HEIMILI

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Íris

    24. July 2015

    Í hvaða verslun fékkstu B-ið?

  2. Kristborg Bóel

    24. July 2015

    Hvað heita þessar hillur?

  3. Unnur

    24. July 2015

    Hvar fékkstu bakkann á neðstu myndinni? :)

  4. Guðrún

    24. July 2015

    Sæl, hvar fékkstu svona fínt B mig myndi gjarnan langa í svona staf reyndar ekki B en annan fyrir mína lillu ? Annars mundi é eftir því að þú hafðir verið að tala um mæðradagsplattana frá Bing & Grondahl. Ég átti mína dóttur eftir að mæðradagurinn 2014 var liðinn en langað engu að síður svo í diskinn fyrir 2014 og var að finna hann á þessari síðu http://www.dphtrading.com/products/plates/bm2014 svona ef þíg vantar hann enn

  5. Inga

    24. July 2015

    Ég elska bloggið þitt! Skemmtilegar hugmyndir og skrif.. Hlakka til að sjá lokaútkomuna :)