fbpx

NÝR SÓFI…NÝTT LÍF?

HeimiliIkeaPersónulegt

Nei ég segi bara svona.. en lífið hefur verið ansi ljúft eftir að sófinn kom heim.

Þarna hafa verið ansi mörg kúrukvöld og ég var líka með næturgest í viku sem fékk að sofa á sófanum og hún gaf honum hæðstu einkunn..(svefnsófi hvað)

Ég er að íhuga að fá mér fallegu Ikea Pretty pegs lappirnar undir sófann eða járngrind?

Og svo að sjálfsögðu hengi ég myndir á vegginn við gott tækifæri!

Já og by the way þá er þetta 3jasæta Karlstad sófi með Isunda áklæði keyptur í IKEA.

:)

JÓ**

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Jónas

    12. November 2012

    Við Sigga settum undir okkar sófa járngrind, það breytti sófanum gjörsamlega. Sama áklæði með tungu.

    • Svart á Hvítu

      12. November 2012

      Já er það! Líka rosa ódýr lausn.. held grindin kosti um 2þús kr á afslætti núna:) Snilld, held ég sé búin að ákveða mig:) Ps. mig langar svaaaaakalega að heimsækja Siggu mína:)
      -Svana

  2. Lilja

    12. November 2012

    Þessi motta er svo gullfalleg. Hvaðan kemur hún?

    • Svart á Hvítu

      12. November 2012

      Keypti hana í Epal, mottan heitir Pinocchio (Gosi) og er frá HAY:)

  3. Agla

    12. November 2012

    Svo flottur :) Og uppáhalds uglupúðinn minn á sínum stað!

    Mig langar samt mest í bleika neonljósið þitt, vá hvað mér finnst það geggjað ;)

    • Svart á Hvítu

      12. November 2012

      Já Tiger stendur fyrir sínu haha, beið eftir því í marga mánuði… svo loksins kom það, langaði að kaupa 2stk til að vera save ef þetta skildi brotna:)

  4. m

    12. November 2012

    hvaðan er fjaðraljósið? gullfallegt og smart hjá þér :)

    • Svart á Hvítu

      12. November 2012

      Ég keypti það í París fyrir nokkrum árum.. heitir Icarus og er eftir Tord Boontje, vinkona mín keypti sér svona í gegnum ebay:)
      Fæst s.s ekki hér heima… :/

  5. Arna

    12. November 2012

    Nú er ég frekar forvitin, hvernig grind? Á svona sófa og væri alveg til í að pimpa hann smá upp :)

  6. Sigga Hulda

    12. November 2012

    Flottasti sófinn ;)

    Mig langar líka svaaakalega að fá Svönu mína í heimsókn-alltaf meira en velkomin!:*

  7. Þorbjörg Gunnarsdóttir

    16. November 2012

    Mjög fallegt hjá þér. Má ég spyrja hvar uglupúðinn fæst?
    Kveðja, Þorbjörg.

  8. Ragga

    5. September 2013

    Fást þessar Pretty pegs lappir hér ?

    Ég var að kaupa mér svona sófa (eða reyndar hornsófann) og langar agalega að skipta út löppunum á honum.

    Var að googla og rakst á þessa síðu http://www.unclebobsworkshop.com/product/furniture-legs/ sem er að selja svona líka fallegar mid-century lappir undir karlstad. Vandamálið er auðvita að þetta er bara í henni ameríkunni.. Hefuru rekist á eitthvað svipað hér heima ?

    • Svart á Hvítu

      5. September 2013

      Nei því miður þá fást Pretty Pegs ekki hér… þarft að panta og borga sendingarkostnaðinn ásamt líklegast tolli?
      En flottar þessar lappir, getur eflaust fengið einhvað verkstæði eða smið til að renna svona lappir fyrir þig, mögulega er hægt að ná festingunum úr Karlstad löppunum? Ég myndi allavega spurja e-n sérfróðann smið:)
      -Svana