Ég gerði stórmerkilega uppgötvun í gær! Í fyrsta skipti á minni ævi mátaði ég meðgönguföt og fannst það alveg hrikalega skemmtilegt, -mögulega í ljósi þess að sum fötin mín eru farin að þrengja heldur mikið að og ég næ ekki andanum í flestum buxum. Ég var mætt meðal þeirra fyrstu þegar meðgöngudeildin í Lindex kids í Kringlunni opnaði í gær, ætlaði bara rétt að kíkja og var viss um að ég þyrfti ekkert á svona að halda. Mér fannst þetta síðan svo merkilega þægileg föt að ég íhugaði þarna í mátunarklefanum að ganga í meðgöngubuxum alltaf, allan ársins hring. Það eru ekki til þægilegri buxur en þetta, ég sver það -og þessvegna verð ég að deila þessu með ykkur:)
Þær líta mögulega út fyrir að vera mjög venjulegar buxur en þær þrengja hvergi að og eru með risa teygju sem nær yfir magann og styður við bumbuna, það var s.s. uppgötvunin mín eftir að hafa manað mig upp í að máta! En þið margar hverjar vissuð þetta eflaust:)
Ég stoppaði nefnilega stutt í meðgöngudeildinni í H&M í Frankfurt um daginn og fannst allt svo lummulegt þar að ég vildi ekkert máta og sá fram á að “þurfa” að vera lummulega klædd næstu mánuði haha:)
Ég hefði auðveldlega getað valið mér fleiri flíkur og var greinilega bara í buxnahugleiðingum og fannst þessar mjög flottar. Mig hefði nefnilega ekki grunað að það ætti eftir að vera erfitt að anda í venjulegum leggingsbuxum, en jú það er raunin. Nýr fataskápur vertu velkominn:) Ég tók þessi föt reyndar ekki með mér heim í gær… einn herramaður var nefnilega búinn að missa út úr sér við mig að núna myndi hann styrkja mig í fatakaupum næstu mánuðina, og maður verður að sjálfsögðu að nýta sér slíkt til fulls:)
Fyrsta óléttufærslan mætt á svæðið:)
Eigið góðan dag!
Skrifa Innlegg