fbpx

NÝR FATASKÁPUR

ÓskalistinnPersónulegtVerslað

Ég gerði stórmerkilega uppgötvun í gær! Í fyrsta skipti á minni ævi mátaði ég meðgönguföt og fannst það alveg hrikalega skemmtilegt, -mögulega í ljósi þess að sum fötin mín eru farin að þrengja heldur mikið að og ég næ ekki andanum í flestum buxum. Ég var mætt meðal þeirra fyrstu þegar meðgöngudeildin í Lindex kids í Kringlunni opnaði í gær, ætlaði bara rétt að kíkja og var viss um að ég þyrfti ekkert á svona að halda. Mér fannst þetta síðan svo merkilega þægileg föt að ég íhugaði þarna í mátunarklefanum að ganga í meðgöngubuxum alltaf, allan ársins hring. Það eru ekki til þægilegri buxur en þetta, ég sver það -og þessvegna verð ég að deila þessu með ykkur:)

ad35a84ad4e2dad5_800x800ar

Þær líta mögulega út fyrir að vera mjög venjulegar buxur en þær þrengja hvergi að og eru með risa teygju sem nær yfir magann og styður við bumbuna, það var s.s. uppgötvunin mín eftir að hafa manað mig upp í að máta! En þið margar hverjar vissuð þetta eflaust:)

S0000007105252_MF_W40_20140303164028

S0000007104055_MF_W40_20140303164042


S0000007115617_MF_W40_20140303164229

Ég stoppaði nefnilega stutt í meðgöngudeildinni í H&M í Frankfurt um daginn og fannst allt svo lummulegt þar að ég vildi ekkert máta og sá fram á að “þurfa” að vera lummulega klædd næstu mánuði haha:)

S0000007125103_MF_W40_20140303164023

Ég hefði auðveldlega getað valið mér fleiri flíkur og var greinilega bara í buxnahugleiðingum og fannst þessar mjög flottar. Mig hefði nefnilega ekki grunað að það ætti eftir að vera erfitt að anda í venjulegum leggingsbuxum, en jú það er raunin. Nýr fataskápur vertu velkominn:) Ég tók þessi föt reyndar ekki með mér heim í gær… einn herramaður var nefnilega búinn að missa út úr sér við mig að núna myndi hann styrkja mig í fatakaupum næstu mánuðina, og maður verður að sjálfsögðu að nýta sér slíkt til fulls:)

Fyrsta óléttufærslan mætt á svæðið:)

Eigið góðan dag!

FALLEG VERSLUN : INSULA

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Helga

    19. March 2014

    Frábær viðbót við óléttufatamarkaðinn hér á landi sem hefur nú oft verið ansi dapur. En hvað er samt að frétta með óléttu-magann á þessum á 4 neðstu myndunum, bara eins og ég (ekki ólétt) eftir góða máltíð :)

    • Svart á Hvítu

      19. March 2014

      Hahahaha já það er alveg rétt! Það er bara annaðhvort eða… þessi efsta er nefnilega að springa!
      :)

      • sunna s

        19. March 2014

        ehemm.. þessi á efstu myndunum er ekki að springa! Bíddu bara, það kemur manni alltaf á óvart hvað kúlan verður stóóór, og svo þegar maður heldur að hún geti ekki stækkað meira þá stækkar hún meira!

  2. Kristbjörg Tinna

    19. March 2014

    Úúúúú til lukku með fyrstu meðgöngu færsluna ;)

  3. Birna Helena

    22. March 2014

    Innilega til hamingju með óléttuna :)

  4. Heiđdís

    25. July 2014

    Til hamingju međ bumbuna Svana :-) þađ var einnig veriđ ađ opna ađ nýju búđina Móđir kona meyja í Hamraborginni. Fullt af flottum vörum og æđisleg efni! Verđur ađ kíkja ;-)

    • Svart á Hvítu

      27. July 2014

      Kærar þakkir, ég þarf að kíkja við hjá ykkur við tækifæri:)