Ég hef ætlað í langan tíma að skrifa um vefverslunina Hjarn.is, hún bættist við flóru íslenskra vefverslanna fyrr í sumar mér til mikillar gleði, en ég hreinlega elska það hversu skemmtilegt það er orðið að versla á netinu hér heima:)
Verslunin býður upp á allskyns fallegar vörur fyrir heimilið og garðinn, púða, plaköt, keramík, kertastjaka, vegglímmiða og svo margt margt fleira. Ásamt því að halda úti vefverslun er einnig hægt að skoða vörurnar frá Hjarn í nýju versluninni UniKat sem opnaði nýlega á horni Frakkastígs og Laugavegs, -það er alveg efni í sérfærslu þó:)
Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhaldsvörum svo að þið gætuð séð úrvalið,
Kertin frá hollenska hönnunarteyminu Ontwerpduo eru á óskalistanum.
Púðar frá House of Rym, algjör draumur.
Tímaritahillur frá Maz Interior, líka til í kopar.
Þessar Babou vegghillur eru sérstaklega flottar, virka vel í svo mörg rými. Systir mín fékk sér um daginn bláa í barnaherbergið sem kemur mjög vel út:)
Demantaljós, hver þarf ekki á slíku að halda?;)
Plaköt frá One must dash, þessi hefur maður rekist á svo oft á erlendum hönnunarbloggum.
Og svo síðast en ekki síst þessir fallegu vegglímmiðar frá Forest friends, -æði fyrir barnaherbergið!
Og svo að lokum óskalistinn minn! Það má jú alltaf leyfa sér að dreyma:)
– Koparhilla fyrir tímarit – töff kerti – skál – marmarakökukefli – geómetrískur púði – vasi – kertastjaki –
Hjarn.is, -tékkit! – hér má svo finna facebook síðuna þeirra:)
Skrifa Innlegg