Hér koma nokkrar myndir sem ég tók á dögunum þegar ég var á Ambiente sýningunni. Ég get svo sannarlega mælt með þessari sýningu fyrir hönnunarunnendur sem og verslunareigendur og innkaupastjóra, hér má finna allt fyrir heimilið frá a-ö!
Sýningin var haldin í 11 höllum, ég komst reyndar ekki yfir það að skoða allar hallirnar svo ég valdi úr hvar áhuginn minn liggur og hvaða vörur fást hér á Íslandi:)
Danska barnavörufyrirtækið Sebra var með skemmtilegann bás, ég gat alveg leyft mér að dreyma þarna inni:)
Bynord nýtur mikilla vinsælda hér heima og voru þeir með æðislegann bás með vöruúrvalinu sínu.
Hinn íslenski Fuzzy?
Hér má sjá yndislega eigandann af Flensted Mobiles:)
Í einni höllinni var sérmerkt svæði fyrir Young and Trendy þar sem að ungum og upprennandi hönnuðum var gefið færi á að sýna hönnun sína í von um að finna framleiðendur eða kaupendur.
Dásamlegu ljósin frá Vita.
Nýjir litir frá Hoptimist! Æðislegir:)
Og svo kemur varla neinum á óvart að sýningar”básinn” hjá Georg Jensen var afar glæsilegur og íburðarmikill.
Rosendahl og Kay Bojesen var á sínum stað, klassísk hönnun.
Núna er það bara að krossa fingur að ég nái að kíkja aftur að ári liðnu!
Takk fyrir mig Ambiente og takk Frankfurt fyrir ánægjulegar stundir:)
x Svana
Skrifa Innlegg