fbpx

HÖNNUNARSÝNINGIN AMBIENTE

Hönnun

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók á dögunum þegar ég var á Ambiente sýningunni. Ég get svo sannarlega mælt með þessari sýningu fyrir hönnunarunnendur sem og verslunareigendur og innkaupastjóra, hér má finna allt fyrir heimilið frá a-ö!

Sýningin var haldin í 11 höllum, ég komst reyndar ekki yfir það að skoða allar hallirnar svo ég valdi úr hvar áhuginn minn liggur og hvaða vörur fást hér á Íslandi:)

IMG_8912IMG_8915IMG_8917IMG_8919

Danska barnavörufyrirtækið Sebra var með skemmtilegann bás, ég gat alveg leyft mér að dreyma þarna inni:)

IMG_8947IMG_8965IMG_8966IMG_8974IMG_8979IMG_8987IMG_9000IMG_9008IMG_9012IMG_9016

Bynord nýtur mikilla vinsælda hér heima og voru þeir með æðislegann bás með vöruúrvalinu sínu.

IMG_9023IMG_9024
IMG_9042

Hinn íslenski Fuzzy?

IMG_9046

Hér má sjá yndislega eigandann af Flensted Mobiles:)

IMG_9048

Í einni höllinni var sérmerkt svæði fyrir Young and Trendy þar sem að ungum og upprennandi hönnuðum var gefið færi á að sýna hönnun sína í von um að finna framleiðendur eða kaupendur.

IMG_9052IMG_9055IMG_9057IMG_9060

Dásamlegu ljósin frá Vita.

IMG_9061IMG_9066IMG_9067IMG_9073IMG_9074IMG_9108

Nýjir litir frá Hoptimist! Æðislegir:)

IMG_9109IMG_9123

Og svo kemur varla neinum á óvart að sýningar”básinn” hjá Georg Jensen var afar glæsilegur og íburðarmikill.

IMG_9125IMG_9127IMG_9133IMG_9137

Rosendahl og Kay Bojesen var á sínum stað, klassísk hönnun.

IMG_9172IMG_9175

Núna er það bara að krossa fingur að ég nái að kíkja aftur að ári liðnu!

Takk fyrir mig Ambiente og takk Frankfurt fyrir ánægjulegar stundir:)

x Svana

HEIMA ER BEST

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Helena

    17. December 2012

    Fallegt, hvað ætli þetta kosti?

    • Svart á Hvítu

      17. December 2012

      Mig minnir að verðið sé frá 6þús, en þessir silfruðu eru örlítið dýrari, enda meiri handavinna í þeim:)

    • Elín

      19. December 2012

      Þvi miður eru Íslendingar ótrúlega siðlausir hvað varðar höfundarrétt á hönnun! Ef eitthvað sniðugt kemur þá eru allar kellingar bæjarins farnar að selja eins á mörkuðum.
      En þetta er nokkuð lík hönnun að mínu mati! Einungis hönnuðinn sjálfur getur svarað fyrir það hvort þessi erlenda hönnun var höfð til hliðsjonar!

      • Svart á Hvítu

        19. December 2012

        Við skulum samt hafa það á hreinu að Annalena er ekki menntaður hönnuður, hún er bloggari, stílisti, innanhúss-ljósmyndari og titlar sig líka sem “DIY-ari”.
        Þetta grunnform sem Annalena er að vinna með í stjökunum sínum, s.s hringur, sexhyrningur og kassi er ekkert einstakt og hún getur svo sannarlega ekki eignað sér það, hún er sjálf dugleg að verða fyrir innblæstri í því sem hefur verið gert og er vinsælt þessa stundina og býr til sína eigin útgáfu af því.
        Fyrir um 40 árum var afi minn sem var rennismiður að renna allskyns kertastjaka og lampafætur í stál, og með grunnformin til hliðsjónar. Það sem ég er að segja er að þegar hugmyndirnar/formin eru einföld eru allar líkur á því að þetta hafi þegar verið gert einhverstaðar í heiminum, jafnvel fyrir mörgum árum, en það er ekki samasem merki milli þess og að vera eftirlíking. Þú hlítur að sjá að í fyrsta lagi eru þessir stjakar úr öðru efni, þeir koma í litum, þetta er fymmhyrnt form og staðsetning kertagatsins er allt annað:)
        Eða má kannski enginn hanna kertastjaka núna úr grunnformi því e-r sænskur bloggari gerði það líka, sem hefur í þokkabót ekki vakið það mikla athygli fyrir þá?

        -Svana