fbpx

NÝ & FALLEG BLÓM Í VASA FRÁ PASTEL

Fyrir heimiliðPersónulegt

Mér hefur alltaf þótt mikilvægur partur af mínu heimili að hafa blóm í vasa og ég elska það hvað þurrkuð blóm hafa náð aftur fyrri vinsældum sínum og í dag er hægt að finna úrval af litríkum þurrkuðum blómum. Ég á minningar frá því að mamma skreytti heimilið okkar með þurrkuðum rósum en það þótti heldur betur smart á þeim tíma. Áður en að þurrkuðu blómin komu aftur í tísku var ég gjarnan með gerviblóm í vösum á milli þess sem ég keypti mér fersk og afskorin blóm. Blóm gefa heimilinu svo mikið líf og lit, og eru auk þess dálítið góð fyrir sálina að mínu mati.

Haustið 2018 eignaðist ég minn fyrsta þurrkaða blómvönd frá Pastel blómastúdíó í tengslum við viðburð sem ég skipulagði þar sem allir fengu blóm frá þeim í gjafapoka og hefur minn vöndur síðan þá skreytt heimilið okkar og glætt það litum hvort sem það er sumar, vetur eða haust. Það var svo í vikunni sem ég rakst á að þær Pastel stöllur væru að hefja heimsendingu á blómvöndum að ég ákvað að bæta við safnið og gera smá vorlegt hér heima.

Fyrir áhugasama þá er núna hægt að panta heimsendingu frá Pastel blómastúdíó, þar sem hægt er að velja á milli þriggja litasamsetninga en pantanir eru sendar á Instagram síðunni þeirra sem finna má hér. Hver öðrum fallegri!

Pastel blómastúdíó var stofnað af Sigrúnu Guðmundsdóttur og Elínu Jóhannsdóttur í lok árs 2018 og sérhæfa þær sig í óhefðbundnum samsetningum og litavali blóma. Mæli mikið með því að fylgjast með þeim ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FAGURKERINN // GUÐRÚN Í KOKKU

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sigrún Ósk

    2. April 2020

    Hæhæ,
    Hvaðan eru þessir fallegu blómavasar? :)