fbpx

NOKKUR FLOTT DIY VERKEFNI

DIYFyrir heimiliðHugmyndir

Mig langar til að deila með ykkur fjórum sniðugum DIY verkefnum sem eru á to do listanum mínum:) Það er orðið alltof langt síðan að ég dundaði mér við svona verkefni en það lítur út fyrir að langþráð eyða í dagatalinu mínu komi upp í komandi viku svo það verður spennandi að sjá hvort ég dragi upp spreybrúsann.

Ég er ekki mikið í því að spreyja heilu húsgögnin en minni hlutir heilla mig þó, -mögulega því það er ekki tímafrekt!

943f4ec9d3f7736497d71be6b6437f5b

Ég hef birt þessa mynd áður, en þetta er ennþá góð hugmynd! 
50c7094300e28f1081238ff10f322395

Ég elska þessa hugmynd alltaf jafn mikið, að líma plastdýr á gamlar glerkrukkur og mála. Hægt að nota undir hvað sem er, skart, föndurdót, hafra..nammi?

437bad9ed6e27f4fd502f38567e11872

Herðatré á hvolfi hefur ekki enn verið hengt upp á mínu heimili þrátt fyrir að hafa átt sæti á to do listanum í langan tíma. Ég sé alveg fyrir mér svipinn á Andrési þegar ég sýni honum stolt hvað ég var að hengja upp haha!

80795a0c08b2d30990a8442ab6fde23f

Seglar á ísskáp spreyjaðir í töffaralegum koparlit! ahhhh já það er bara of flott til að nenna ekki að prufa!

Vonandi var helgin ykkar ljúf, vonum svo að þessi to do listi styttist á næstu dögum og þá sýni ég afraksturinn:)

-Svana

 

FEGURÐ EÐA NOTAGILDI?

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Helga

    6. April 2014

    Flott! Ég er einmitt með strípaðan lampaskerm sem ég nota sem eldhúsljós sem ég ætla að spreyja í koparlit – hvaða spreyi mælirðu með?

  2. Linda Björk

    7. April 2014

    veistu hvad maður fær svona segla stafi?

  3. Elva litla

    7. April 2014

    Brill með stafina! Ætla stela nokkrum frá strákunum og prófa :o)

  4. Dagný Björg

    7. April 2014

    Ég keypti seglastafi í Rúmfatalagernum fyrir stuttu en segullinn hélst ekki vel í þannog að ég get ekki alveg mælt með þeim.

    En þessi verkefni eru öll svo skemmtileg! Hlakka til að sjà útkomuna – deilir þú þeim ekki hér? ;)

  5. Inga Rós

    7. April 2014

    Ég elska svona DIY spray verkefni en ég er samt svo smeyk við dropamyndun, hvernig er best að tækla það?

    • Svart á Hvítu

      7. April 2014

      Besta ráðið við því er að þekja ekki hlutinn í fyrstu umferð, spreyja bara létt yfir og láta þorna.. og endurtaka leikinn kannski 3x.
      :)

  6. Sigrún

    7. April 2014

    spreyjaru bara beint á stafina? og hvar kaupiru svona sprey :)

  7. sunna s

    7. April 2014

    Með hvernig málningu mæliru fyrir svona dýr ofaná krukkum? :)

  8. Berglind

    9. April 2014

    Hæ hæ,

    Veistu hvar ég get keypt svona kopar sprey ?

    • Svart á Hvítu

      9. April 2014

      Það er pottþétt til í t.d. bara Húsasmiðjunni eða Byko:)