Mig langar til að deila með ykkur fjórum sniðugum DIY verkefnum sem eru á to do listanum mínum:) Það er orðið alltof langt síðan að ég dundaði mér við svona verkefni en það lítur út fyrir að langþráð eyða í dagatalinu mínu komi upp í komandi viku svo það verður spennandi að sjá hvort ég dragi upp spreybrúsann.
Ég er ekki mikið í því að spreyja heilu húsgögnin en minni hlutir heilla mig þó, -mögulega því það er ekki tímafrekt!
Ég hef birt þessa mynd áður, en þetta er ennþá góð hugmynd!
Ég elska þessa hugmynd alltaf jafn mikið, að líma plastdýr á gamlar glerkrukkur og mála. Hægt að nota undir hvað sem er, skart, föndurdót, hafra..nammi?
Herðatré á hvolfi hefur ekki enn verið hengt upp á mínu heimili þrátt fyrir að hafa átt sæti á to do listanum í langan tíma. Ég sé alveg fyrir mér svipinn á Andrési þegar ég sýni honum stolt hvað ég var að hengja upp haha!
Seglar á ísskáp spreyjaðir í töffaralegum koparlit! ahhhh já það er bara of flott til að nenna ekki að prufa!
Vonandi var helgin ykkar ljúf, vonum svo að þessi to do listi styttist á næstu dögum og þá sýni ég afraksturinn:)
-Svana
Skrifa Innlegg