fbpx

NEW YORK

Hitt og þettaPersónulegt

Ég er að fara til New York eftir 8 daga, og mér datt í hug að óska eftir skemmtilegum ábendingum hvað er möst að gera frá mínum yndislegum lesendum!


Allar ábendingar eru mjög vel þegnar.

Mútta tútta verður 50 ára þann 12.október og við hele familíjan ætlum út saman…

NÝTT HEIMILI

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. TT

    2. October 2012

    Tjahh, hvað ætliði að gera í borginni?

    Ég nota rosalega mikið timeout.com/newyork og yelp.com

  2. SigrúnVikings

    2. October 2012

    Ég mæli með gospelmessu í Brooklyn.. skemmtileg upplifun ef maður nennir að vakna snemma á sunnudagsmorgni ;) Og MOMA sem er btw með frían aðgang eftir kl 16 á föstudögum! :)

    • Áslaug Þorgeirs.

      4. October 2012

      Hahah, það er reyndar pottþétt fáránlega gaman – Ég ætla að prufa það næst þegar ég fer til NY :)

      En ég er sammála með MOMA – Frú Svana Lovísa verður að fara þangað !

  3. Harpa

    3. October 2012

    Ég fór síðasta sumar til New York með kærastanum, skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í! Mæli með að fara á Stand up comedy á Comedy Cellar í Soho hverfinu http://www.comedycellar.com/ mjöög gaman. Róa á árabát í Central Park. Labba yfir Brooklyn Bridge, það er frægur pizzastaður undir Brooklyn bridge sem heitir Grimaldi’s (Brooklyn megin), við tókum lest yfir og borðuðum þar og löbbuðum svo til baka í ljósaskiptunum, yndislegt! Æðislegt líka að sjá Manhattan frá þessu sjónarhorni. Sjá Broadway show (hægt að finna 2 fyrir 1 tilboð á netinu). Fara á Times square að kvöldi til. Við fórum líka til Coney Island sem var mjög gaman. Museum of Natural History, risaeðlur! Fara upp á Top of the Rock.. svo er bara æðislegt að labba um á Manhattan og kíkja í búðir ;) Endalaust hægt að gera þarna en ég segi þetta gott í bili haha

    • Svart á Hvítu

      3. October 2012

      jEIJJJ þetta er akkúrat það sem ég var að vonast til að fá:) takk æðislega, hljómar mjög vel allt saman. Ætla að skoða þessa sýninguna, er líka búin að skrifa niður að labba brooklyn bridge, helst frá sitthvorum enda eins og miranda í sex and the city haha.. djók :)
      -Svana

      • Agata

        3. October 2012

        Líka mjög gaman að fara með bát til Staten Island það er frítt og æðislegt að sjá Skyline í bæði björtu og dimmu. Maður er enga stund að labba yfir brúnna svo um að gera að fara báðar leiðir :) Var að koma þaðan fyrir rúmri viku og við vinkonurnar löbbuðum báðar leiðir og stoppuðum í þessari pizzu á miðri leið. Mjög gaman að versla í SOHO en veit ekki með ódýrt… hef ekki mikinn samanburð nema Boston og það er náttúrulega ódýrara. Ef þú ferð í stærstu Macys þá er um að gera að spurja út í skiptiborð sem er á annarri og þar færðu afsláttarkort ef þú sýnir vegabréf. Allt upp í 20% gildir reyndar ekki á Levis td og snyrtivörum.

  4. Berglind

    3. October 2012

    Ég mæli með því að þú farir í útsýnistúr á svona túristabus ef þú hefur aldrei komið áður. Maður áttar sig miklu betur á borginni og sérð hvað þú vilt skoða betur og hvað ekki. Það er td gaman að keyra í gegnum Financial district þó svo maður nenni ekki að eyða tíma sínum í að labba þar. Tekur ca 2 tíma.
    Það er alveg kreisí að fara í fordrykk á þakbarnum á Hotel Gansevoort í Meat Packing District Geðveikt útsýni og góðir kokteilar. Tilvalið að fara á Spice Market að borða þar ská á móti. Mjög góður Asian fusion matur.
    Svo er algjört möst að fara á Cafe Habana í Soho og fá sér corn on the hob og margarítur í hádegismat áður en maður fer að sjoppa.
    Mér fannst skemmtilegast að versla í Williamsburg, það eru ótrúlega mikið af litlum og skemmtilegum búðum og kaffihúsum þar.
    Besti borgari í heimi er svo á stað sem heitir BrGr. Mig dreymir um þessa borgara ca einu sinni í viku.
    Góða ferð

  5. Áslaug Þorgeirs.

    4. October 2012

    Mig langar til NY NY NY :(

  6. Anonymous

    4. October 2012

    Fór á þessa sýningu fyrir 2 árum síðan og fannst hún ótrúlega skemmtileg upplifun og ólík öðrum sýningum sem maður hefur farið á. Gaman að geta farið á eitthvað svona í NY sem er ekki boðið uppá hér.
    http://www.fuerzabrutanyc.com/home

  7. Rósa Dögg Þorsteinsdóttir

    7. October 2012

    Ég sá mynd á RÚV í vetur um ítalska veitingastaðinn Caffe Taci http://www.caffetaci.com/ og heillaðist algjörlega af því sem þar var að sjá. Mitt litla ítalska hjarta tók kipp! Er ekki búin að fara sjálf en næst þegar ég fer til NY mun ég pottþétt líta þangað inn. Svo talandi um dans og söngva veitingastaði þá er annar æðislegur staður rétt hjá Broadway sem er meira casual og fínt að droppa inn og fá sér hamborgara eða slíkt og heitir Stardust. Margir Broadway söngvara hafa einmitt byrjað ferilinn sinn þarna á þessum stað.
    Peep veitingastaðurinn í Soho er góður staður til að borða á og fín hádegisverðartilboð, hönnunargúrúar verða að fara inn á klósettið á staðnum – frekar spes!
    Ég mæli svo með að versla á 34th street og nálægt, þar eru allar helstu verslanir á stuttum vegakafla, stærsta Macy´s í heimi (sumir týnast þar reyndar það er svo stórt) og annað moll er þar líka falið inn á milli stræta.
    Guggenheim safnið á upper east side er frægt fyrir byggingarlist sýna og skrepp inn í anddyri eftir Central Park ferð er þess virði ef þú vilt skoða fallegan arkitektúr.
    Ef lyftuferð upp á háhýsi er á dagskránni mundi ég fara upp á Rockefeller í staðinn fyrir Empire State einfaldlega bara vegna þess að frá Rockefellert sérðu Empire State.

    • Svart á Hvítu

      7. October 2012

      Takk kærlega fyrir þessar ábendingar, ég skelli þeim í NY möppuna:)
      -Svana