fbpx

MÚMÍN SUMARBOLLINN 2020

KlassíkÓskalistinn

Múmínaðdáendur landsins geta aldeilis fagnað þar sem aðeins nokkrir dagar eru þar til Múmín sumarbollinn kemur í sölu. Sumarlína Múmín sem ber heitið Relaxing minnir okkur á hvernig við getum notið sumarsins utandyra, línan inniheldur fallega myndskreytta bolla og diska þar sem sjá má Múmínálfana eyða sumarnótt undir stjörnunum. Eins og alltaf þá er sumarlínan framleidd í takmörkuðu upplagi og er fyrsti söludagurinn 11. maí á Íslandi.

“Árið 2020 markar einnig að 75 ár eru liðin frá því að Tove Jansson skrifaði sína fyrstu Moomin sögu. Til að fagna þessum áfanga verður sumarlínan hluti af #OURSEA herferð til að safna milljón evra fyrir verndun hafsins, nánar tiltekið Eystrasalts. Í tilefni af 75 ára afmæli Moomin mun ein evra með hverjum seldum bolla renna til OURSEA sjóðsins en þeir vinna að verndun hafsins.”

Áhyggjulaus sumardagur í Múmíndalnum

“Myndskreytingar sumarlínunnar eru byggðar á teiknimyndasögu Tove Jansson ”Moomin Valley Turns Jungle” sem gefin var út í Englandi 1956. Myndirnar sýna heitan sumardag og Múmínfjölskyldan hefur ákveðið að koma sér fyrir í garðinum.

Múmínmamma fær þá hugmynd að öll fjölskyldan ætti að sofa úti. Múmínsnáðinn og Snorkstelpan hjúfra sig saman undir teppi og Múmínpabbinn setur upp hengirúmið sitt. Múmínmamma elskar að sofa utandyra og er einstaklega ánægð að hafa fengið fjölskylduna til að hafa ánægju af því líka. Mía litla finnur ílát úr sjónum, þar ofan í finnur hún suðræn fræ. Múmínsnáðinn verður mjög spenntur og biður Múmínmömmu að planta þeim, sem hún gerir. Sólin sest en fjölskyldan heldur áfram að njóta sumarsins í garðinum.”

Myndir : Moomin / Arabia 

Ævintýralegur og sætur sumarbolli. Þessi mætti svo sannarlega bætast við safnið mitt ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

Á ÓSKALISTANUM : STÓR BLÓMAPOTTUR

Skrifa Innlegg