fbpx

MOTTU ÁST x 3

Fyrir heimiliðVerslað

 

Ég á von á einni af mínum allra uppáhalds vinkonum heim á klakann í lok vikunnar en hún hefur verið búsett síðustu 10 árin eða svo í Danmörku. Ég blikka hana venjulega til að kippa ýmsum nauðsynjum úr H&M handa mér en oftast er það eitthvað sem kemst auðveldlega ofan í töskuna. Ég kíkti aðeins á H&M heimasíðuna í kvöld og týndi eitt og eitt ofan í körfu fyrir Bjart en svo slysaðist ég alveg óvart til þess að skoða ‘home’ flokkinn og gleymdi mér smávegis. Eigum við eitthvað að ræða hvað þessar mottur eru tjúllaðar? Screen Shot 2015-07-06 at 22.21.13 Screen Shot 2015-07-06 at 22.20.55 Screen Shot 2015-07-06 at 22.20.41

Hér má sjá fleiri fallegar mottur frá H&M.

 

Ég geri mér ekki nógu vel grein fyrir hversu mikið töskupláss þessi efsta myndi taka, en ég eiginlega verð að eignast hana fyrir anddyrið. Hún er tjúlluð! Núna þarf ég að finna eitthvað mjög djúsí til að múta vinkonu minni með:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

LÚPÍNUR Í VASA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. María Rut Dýrfjörð

    8. July 2015

    Úbbosí! Ég er ansi hrædd um að foreldrar/tengdaforeldrar verði narraðir í mottukaup í næstu utanlandsferðinni sinni – úrvalið er ótrúlega flott og verðin virðast réttlæta bónina!