fbpx

MORE IS MORE?

Fyrir heimilið

…Less is a bore…?

Ég snýst í hringi hvað þetta varðar, einn daginn hallast ég að ofsalega stílhreinum heimilum með mikilli ró en aðra daga eru ofhlaðin heimili alveg minn tebolli. Ofhlaðið er alveg að heilla mig núna, það er eitthvað svo skemmtilegt og spennandi við þannig heimili eða rými, þar sem listmunum, hönnun, bókum og öðru fallegu er hlaðið saman svo það skapar eina heild.

7c9b7ff85f9720897c67d13e62a305a22e2587f9b25a614d6a7e20ad982004ce-620x620 3eab11dd0dac6288a5e16e885afa3bda

Þar sem að hver hlutur fær að njóta sín ekki lokaður inni í skáp. Ég verð að viðurkenna að forvitna ég elskar að komast inná þannig heimili, þar sem hægt er nánast að kynnast manneskjunni sem þar býr bara með því einu að horfa í kringum sig. Ætli það komi ekki líka með árunum, sérstaklega ef þú ert smá safnari innvið beinið. -Ég stefni s.s. hratt í þá átt;)

Andrés benti mér einmitt rétt í þessu á skondna grein á bleikt.is “16 furðulegustu hlutirnir sem ég fann í Góða hirðinum”, haha haldið þið ekki að ég hafi einmitt keypt einn af þessum hlutum um daginn mínum ekki til mikillar ánægju. Þið megið giska hvaða hlutur það var og það var aldeilis ekki bumbubaninn! -Tek það þó fram að þessi hlutur hefur ekki ennþá eignast sinn stað hér heima:)

-Svana

INNBLÁSTUR DAGSINS

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Rakel

    5. September 2014

    Hahahahahahaha!!! Ég veit sko upp á hár hvaða hlutur það var! <3

  2. Halla Dröfn

    5. September 2014

    Reiknivèlin eða ritvèlin :)
    En jà èg elska svona heimili þar sem er nóg af fallegum hlutum <3

  3. Hanna Dís

    5. September 2014

    Var það hamurinn? Afþví þú mátt ekki hamfletta núna sjálf?

  4. dagnyskarp

    7. September 2014

    já ég ætlaði að segja fjaðrakústurinn. Mér finnst hann nefnilega mjög fallegur.