fbpx

MJÁ

Persónulegt

Þessi litli krúttköggull bræðir mig upp til agna, en ég var að eignast hann í kvöld eftir 10 ára suð í Andrési að fá kisu (fyrst þurfti hann bara að losna við ofnæmið sitt.) Hann fékk nafnið Betúel sem kemur frá teiknimyndinni Hefðakettirnir, ásamt því að fyrsti kötturinn sem ég átti þegar ég var krakki hét Betúel:)

Fleiri myndir af þessu krútti koma fljótt.

XX

HLÝLEGT

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Pattra's

    8. August 2013

    Æææ sæti litli Betúel(segir anti-kattarmanneskjan) hjartanlega til hamingju með hann ;*

  2. Bára

    8. August 2013

    Æjhh hvað hann er sætur, myndi klárlega fá mér kött ef hann yrði alltaf kettlingur. Þeir eru einfaldlega of sætir <3
    En geðveikur púði á bak við hann !! Hvaðan er hann ??

    • Svart á Hvítu

      8. August 2013

      Þessi verður sko jafn sætur þegar hann stækkar:) Púðinn er frá House Doctor, fékk hann í Luisa M niðrí miðbæ hfj:)

  3. Sigurlaug Elín

    8. August 2013

    Sjá þetta krútt! Fátt sem jafnast á við myndir af kettlingum, ekki hika við að deila meiru :) Og til hamingju með’ann – ég er enn að suða í mínum kærasta um kött en gefst aldrei upp.

  4. Dúdda

    8. August 2013

    Rosalega sætur! Ég elska gula kisa!

  5. Tóta

    9. August 2013

    Er hægt að losna við kattarofnæmi? (:

    • Svart á Hvítu

      9. August 2013

      Góð spurning… honum tókst það allavega, það bara óx af honum:) Systir mín á reyndar 2 ketti sem hann hefur umgengist mikið og við höfum passað þá, smátt og smátt minnkaði kattarofnæmið og hann fær engin viðbrögð af okkar ketti (sem betur fer). Hinsvegar er annað ofnæmi enn til staðar, ýmis önnur dýr, frjókorn og fleira! Það er eins og hann hafi bara vanist köttum?
      Annars er boðið upp á sprautumeðferðir sem við vorum byrjuð að skoða, ég persónulega myndi 100% fara í þannig ef ég væri með dýraofnæmi.
      -Svana:)

  6. Sunna

    10. August 2013

    Hvar fékkstu þennan fína púða?