fbpx

mixed

HönnunHugmyndir
Mér þykja eldhús með samtíningi af stólum vera mjög sjarmerandi.
Það er einhvað svo frjálslegt og fallegt við það.
Hver fjölskyldumeðlimur myndi þá eiga “sinn” stól!
Einnig hef ég séð skemmtilegar útfærslur þar sem mismunandi tréstólar eru allir málaðir í sama litnum og mynda þá stólafjölskyldu. Svona fyrir þá sem vilja ekki vera of random þegar kemur að innbúinu.
***

Svo er þessi bekkur mjög skemmtilegur, gerður úr 6 stólum og einum löngum tréplanka.
Eftir Jo Nagasaka
-S

Urban outfitters haust 2010

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Anonymous

    27. September 2010

    svo sammála!! þetta er eitthvað svo heimilislegt :)
    fór með góða samvisku um daginn í Góða hirðinn í þeim tilgangi að finna sæta stóla sem þyrftu smá lagfæringar….en nei! allt í einu kostar stykkið 3500 kr. !! hvað er það… ég var fljót að snúa mér við , þakkaði pent fyrir og labbaði út. :)
    kv. Unnur

  2. ólöf

    27. September 2010

    já ég er rosalega hrifin af þessu:) ótrúlega sætt og heimilislegt.

    svolítið vandmeðfarið samt..ég held mér finnist sjálfri fallegast með gömlum fínlegum en mismunandi tréstólum:)

  3. Svart á hvítu

    27. September 2010

    æj ég er soddan lúði… horfði aldrei á Friends:)
    En sammála með Góða Hirðinn, verðið þar hefur hækkað svakalega mikið síðan 2007, þegar það þótti ekki “kúl” að kaupa notaða hluti.
    En þar sem erfitt er að nálgast notaða hluti í dag nema amma manns hafi dáið þá er Góði Hirðirinn gefins miðað við Fríðu Frænku:)
    -Svana

  4. ólöf

    27. September 2010

    Svana – passaðu þig samt að nefna það að þú sért nemandi í Listaháskólanum þegar þú verslar við Góða Hirðinn eða sérð eitthvað girnilegt á Sorpu við tilviljun (hafi það ekki verið claimað)..það er nefnilega ríflegur afsláttur fyrir okkur listnemana:) enda upp til hópa frekar fátæk haha