fbpx

MINIMALÍSKT Í KÓNGSINS KÖBEN

Heimili

Í dag ætla ég að deila með ykkur æðislegu heimili sem staðsett er í útjaðri Kaupmannahafnar. Í þessu fallega 5 hæða og um 200 fm húsi sem byggt var 1889 búa þau Sofie og Frank Christensen Egenlund ásamt fjórum börnum sínum. Húsið var upphaflega byggt til að hýsa fimm fjölskyldur í litlum íbúðum, en þau breyttu húsinu svo þau gætu búið á öllum hæðum. Sofie er engin önnur en barnabarn stofnanda VIPP og stjórna þau hjónin fyrirtækinu í dag, það kemur því ekki á óvart að ýmsar vörur frá þessu danska hönnunarfyrirtæki megi finna á heimilinu.

Vipp-Family-Home-via-Dwell-02Vipp-Family-Home-via-Dwell-01

Vegghillurnar, keramíkið og glösin eru öll frá VIPP, ásamt ruslafötunum frægu að sjálfsögðu.

Vipp-Family-Home-via-Dwell-03monochromatic_copenhagen_townhouse_kitchen

Eldhúsið er málað í dökkgráum litum, en það er óvanalegt að sjá loftin líka máluð svona dökk. En á svona stóru heimili eins og þessu þá er þetta góð lausn til að láta rýmið virka minna, og gerir það einnig mjög hlýlegt.

monochromatic_copenhagen_living_room

Eames lounge chair og Noguchi borðið sóma sér vel í einni af mörgum stofunum.

monochromatic_copenhagen_townhouse_master_bedroom

Svefnherbergið er hvítt og minimalískt, og Vipp óhreinataustunna að sjálfsögðu.

Vipp-Family-Home-via-Dwell-04 Vipp-Family-Home-via-Dwell-05

Cherner stóll og viðarlampi frá Muuto. Þau eru smekkfólk þau Sofie og Frank.

Vipp-Family-Home-via-Dwell-06

 

Myndir via Dwell

Vegghillurnar frá VIPP eru einstaklega smart, en þær eru einnig í eldhúsinu á heimilinu. Rúmið er gamalt frá Juno.

Það vekur athygli mína að þau safna hönnun úr öllum áttum, því það sem einkennir oft dönsk heimili er að mestmegnið af innbúinu er eftir danska hönnuði. En þarna má einnig sjá hönnun eftir bandaríska hönnuði og þýska, eins og t.d. Zettel ljósið í eldhúsinu, Nocuchi borðið og Eames stólinn ásamt fleiru.

Vonandi eigið þið ljúfan sunnudag! Mínum degi verður eitt í nokkur afmæli… ég kvarta ekki yfir því:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

HEIMAFÖNDRIÐ: GEGGJAÐ PAPPÍRSLJÓS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Katrín

    12. October 2015

    Ótrúlega flott! Þetta hús er reyndar ekki alveg 2000 fermetrar hehe (2000 square feet skv. dwell), lítið um slíkar risa hallir í Kaupmannahöfn :)