fbpx

HEIMAFÖNDRIÐ: GEGGJAÐ PAPPÍRSLJÓS

DIYFyrir heimilið

Ég held að það sé vel viðeigandi að hafa þessa færslu um eitthvað sem hægt er að búa til sjálfur, enda síðustu tvær færslur frá mér sem einkennast að vissu leyti af smá kaupsýki (lesist: kaupgleði). Ég las nefnilega í morgun góða grein á Kjarnanum um kaupneyslu ungrar konu og mér leið eins og greininni væri beint til mín. Og ég skammaðist mín niður í tær. Ég hætti a.m.k. við að versla þessa stútfullu körfu á H&M, en ég er svosem ekkert frelsuð. Eitt skref áfram í dag og svo mögulega þrjú skref afturábak í næstu viku. En mikið væri nú gott að vera ekki svona kaupglöð kona, enda heimilið yfirfullt af drasli og úr skúffunum flæða fötin en þó “á ég ekkert til að vera í”. Þið skiljið mig pottþétt mörg hver.

En þetta ljós, það er alveg hreint geggjað og svo líka svona ódýrt. Hver segir að það megi ekki eignast nýtt dót þó svo að það maður sé ekki að eyða pening? Eða er ég þá kannski ekki að sjá hlutina í réttu ljósi?

1412237917923 Screen Shot 2015-10-08 at 11.08.24 Screen Shot 2015-10-08 at 11.09.02

 Myndir fengnar að láni frá tékknesta veftímaritinu Soffa Mag.

Nákvæmar leiðbeiningar má finna hér, en það sem þarf er 1 stk. karton í stærð A2 í lit að eigin vali, snið til að vita hvar eigi að brjóta upp á blaðið sjá hér, blíant, límstifti, gatara, límband, spotta, reglustiku, skæri, hringfara (ekki nauðsynlegt), rafmagnssnúru og u.þ.b. eina klukkustund aflögu ásamt dass af þolinmæði.

Greinina á Kjarnanum má svo lesa hér, en hún er ágætis spark í rassinn og því mæli ég með lestrinum.

Mikið væri þetta nú smart ljós við náttborðið:) Deilið endilega færslunni ef planið er að skella í svona ljós, en vinsamlega athugið að það ber að varast að setja of sterka peru í pappírsljós.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

HAUSTLÆGÐIN & KAUPÆÐIÐ

Skrifa Innlegg