Þetta fallega heimili birtist nýlega í sænska tímaritinu Plaza Interiör, það sem mér finnst áhugaverðast við heimilið er eldhúsgólfið, en það málaði húsfreyjan sjálf! Það er eflaust mikil nákvæmisvinna og tímafrekt að mála gólf í svona mynstri, en algjörlega þess virði fyrir þessa útkomu:)
Eldhúsið er mjög smart í heildina litið, svartar innréttingar og fölblár Smeg ískápur mmmmm.
Sniðug hugmynd að fela sjónvarpið inn á milli myndaramma, sjónvörp eru jú ekki fallegasta mubblan á heimilinu!
Marmaraveggfóðrið er frá Ferm Living.
Litríkir og fallegir skór setja oft skemmtilegan svip á heimilið, þeir eiga ekki bara heima inni í skáp.
Myndir: Plaza Interiör/Therese Winberg
Fallegt heimili ekki satt?
Skrifa Innlegg