Árlegi og dásamlegi jólamarkaður Bjarna Viðars Sigurðssonar keramíkers hófst í gær og stendur yfir helgina. Ég mæli svo hjartanlega með því að kíkja í heimsókn til hans á vinnustofuna sem staðsett er á Hrauntungu 20, í Hafnarfirði. Þar stendur Bjarni vaktina ásamt vinkonum sínum og boðið er uppá ljúfa stemmingu með jólaglöggi, jólahappdrætti og girnilegum veitingum að ógleymdu gordjöss keramíki.
Ég kom við hjá þeim í gær og tók nokkrar myndir til að deila með ykkur – en þið verðið hreinlega að fá litadýrðina og jólastemminguna beint í æð og kíkja við. Ég elska að heimsækja vinnustofur listamanna og hönnuða og fá að kynnast oft fólkinu á bakvið hlutina, Bjarni er jafn dásamlegur og keramíkið sem hann býr til – það eitt er víst ♡
Opnunartíminn er 10-18 föstudag, laugardag og sunnudag.
Ég keypti mér svona eldfasta skál fyrir síðustu jól og finnst hún alveg æðisleg. Langflest af vörunum þolir bæði ofn og uppþvottavél sem er stór kostur.
Nýir diskar og skálar á fæti í öllum heimsins litum!
Sjáið þessa girnilegu liti – sitthvað sem kom með mér heim að þessu sinni ♡
Skrifa Innlegg