fbpx

MÆÐRABLÓMIÐ HANDA ÖLLUM MÖMMUM

Íslensk hönnunÓskalistinn

Ég er alveg ótrúlega skotin í Mæðrablóminu í ár sem Tulipop hannaði og framleiddi til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Á mæðradaginn, ár hvert, hefur ,,Mæðrablómið” verið selt sem fjáröflunarleið fyrir Menntunarsjóðinn, en sjóðurinn hefur frá stofnun árið 2012 styrkt um 52 efnalitlar konur til náms. Konurnar hafa verið styrktar til margs konar náms, s.s. við framhaldsskóla, Tækniskólann, háskóla og til að fara á ýmiss hagnýt námskeið. Sumar hafa þegar lokið háskólaprófi eða fagmenntun á ákveðnu sviði, sumar eru í miðjum klíðum og enn aðrar eru að ljúka námi á þessu ári eða í vor. Flestar eða allar þessara kvenna hefðu ekki átt þess kost að fara í nám hefðu þær ekki hlotið styrk úr Menntunarsjóðnum.

Sala á Mæðrablómslyklakippunni hefst nú á laugardag þar sem mæðradagurinn er á sunnudag, 10. maí, og mun halda áfram á meðan birgðir endast enda varan falleg gjöf sem hentar við margvísleg tækifæri.”

KrSIjglL35s5QQ89DdIQY8xh6wCUuIVE1haQGkGSRx0 Tjb-K0e-XFTcrdXA1v6PmDyuELfX3LLR9yOr349ImyA

 

Heimur Tulipop heillar mig svo sannarlega, vörurnar þeirra eru alltaf svo glaðlegar og fallegar en þessi lyklakippa, vá. Ótrúlega falleg og hana mun ég svo sannarlega næla mér í á einn hátt eða annan, sonur minn er mögulega of ungur til að kaupa svona handa mömmu sinni, en vonandi les minn maður bloggið og veit því hvað mamman vill;) Bleiki liturinn kitlar mig alltaf það hef ég margoft viðurkennt, en þegar hann er paraður saman við gull þá erum við að tala um eitthvað alveg ómótstæðilegt í mínum augum.

Styrkjum gott málefni og nælum okkur í Mæðrablómið í ár. Mæðrablómslyklakippan mun kosta 2.500 og verður seld af félagskonum í Mæðrastyrksnefnd í Kringlunni um helgina auk þess að fást m.a. í eftirtöldum verslunum: Epal (Skeifunni, Kringlunni og Hörpu), Hrím Hönnunarhús (Laugavegi) og Hrím Eldhús, HeimkaupPenninn Eymundsson (um land allt), N1 (um land allt), Hagkaup (Kringlunni og Garðabæ), Lyfju (Lágmúla, Smáratorgi og Smáralind), Apótekið (Garðatorgi, Spöng, Setbergi) og Thorvaldsenbasar.

Screen Shot 2015-04-23 at 22.38.42

7 FALLEGAR KLUKKUR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Sandra

  6. May 2015

  Fallegt er það :)
  Veistu hvað verðið verður á því?

 2. Kolbrùn

  11. May 2015

  Er hægt ad kaupa tad à netinu?

  • Svart á Hvítu

   11. May 2015

   Nei ekki svo ég viti, prófaðu bara að senda þeim hjá Tulipop póst:) tulipop.is