fbpx

LOKSINS: TOM DIXON MINI JACK

HönnunUppáhalds

Ég er svo ánægð með nýjasta heimilismeðliminn minn að hann á skilið sérfærslu. Í nokkur ár hefur mini Jack hurðastopparinn frá Tom Dixon verið á óskalistanum mínum en kostað þónokkuð meira en ég var tilbúin að borga. Þessi dásamlega fallegi hurðastoppari/bókastoð eða einfaldlega hillupunt er eftirmynd af staflanlega og margnota Jack ljósinu fræga sem Tom Dixon hannaði árið 1994 og hlaut hönnunarverðlaun fyrir. Ljósið sjálft er ekki beint minn tebolli en mini Jack er það allra dásamlegasta. Þegar ég heyrði að Epal væri að hætta með Tom Dixon vörumerkið þá vissi ég að mini Jack yrði loksins minn, og það með 45% afslætti.td0228ls1_11407990954930

Ég þarf eins og er ekki beint á hurðastoppara að halda, en þessi dásemd mun svo sannarlega eignast sinn stað á heimilinu.

skrift2

IVAR FRÁ IKEA: HUGMYNDIR

Skrifa Innlegg