Á hverju ári í byrjun desember gefur alþjóðlega litakerfið Pantone út sinn litaspádóm hver litur ársins er og fyrir árið 2024 varð fyrir valinu Peach Fuzz eða Pantone litur no. 13-1023. Hér að neðan sjáið þið hvernig síðustu ár hafa litið út samkvæmt Pantone en það má segja að spádómurinn þeirra hitti nú ekkert alltaf beint í mark. Peach Fuzz liturinn er þó mjög fallegur að mínu mati og verður áhugavert að fylgjast með hvort þessi litaspádómur eigi eftir að hafa áhrif á okkur?
Er Pantone ennþá með puttann á púlsinum þegar kemur að litaspádómum, og er “bleika” trendið bara rétt að byrja?
Skrifa Innlegg