fbpx

LITUR ÁRSINS 2015

Umfjöllun

Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur tilkynnt lit ársins 2015 og er það Marsala 18-1438 eða öðru nafni rauðvínsbrúnn. Fjölmörg fyrirtæki fara eftir slíkum litaspádómum og eru mörg hver þegar farin að leggja línurnar að vörum í Marsala litatónum, snyrtivörumerkið Sephora gaf einmitt út tilkynningu að þeir muni gefa út innan skamms snyrtivörulínu innblásna af litnum, og munum við svo sannarlega sjá meira af þessum lit á komandi ári.

_660-1

Mér finnst liturinn vera fallegur, elegant og hlýlegur. Hann er sérstaklega flottur þegar kemur að snyrtivörum og fatnaði en ég er ennþá að melta hann fyrir heimilið, mögulega of þungur fyrir minn smekk. Ég sé þó fyrir mér fallega púða, teppi og glervörur sem kæmi vel út.

Í tilkynningu Pantone segir: “Sensual and bold, delicious Marsala is a daringly inviting tone that nurtures; exuding confidence and stability while feeding the body, mind and soul. Much like the fortified wine that gives Marsala its name, this robust shade incorporates the warmth and richness of a tastefully fulfilling meal, while its grounding red-brown roots point to a sophisticated, natural earthiness.”

Liturinn nærir s.s. líkama, huga og sál í stuttu máli.

Hvað finnst ykkur um þetta val?

FALLEGT HEIMILI Í SVÍÞJÓÐ

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Guðrún Valdimarsdóttir

    6. December 2014

    Ég er sammála þér með að hann er fallegur en mögulega svolítið þungur fyrir heimili. Þetta er ekki litur sem ég hefði valið (og btw hvenær fæ ég að velja lit ársins?!) en ég á örugglega eftir að vera komin í aldress í þessum lit og líka púða, teppi og sófasett inná heimilið í lok ársins, því ég er svo áhrifagjörn. ;)

  2. HÚSASUND

    6. December 2014

    Ég er sammála ykkur, ég sé ekki fyrir mér stóra hluti inni á heimilum í þessum lit nema þá kannski persneskar mottur. En ég skal með ánægju klæðast kjól í þessum lit og skála í rauðvíni :)

    .diljá

  3. Áslaug Þorgeirs.

    6. December 2014

    Ég á einmitt varalit sem er svona á litinn og elska hann. Væri til í naglalakk! En er mjög sammála – Sé þetta að mestu leiti fyrir mér í snyrtivörum..

  4. Guðrún María

    6. December 2014

    Elska þennan lit! Gaman að sjá eitthvað annað en blátt eða rautt :)

  5. Thelma

    7. December 2014

    Ég held að þessi litur í flauelis-sófa væri tjúllað! Kannski er ég svona smekklaus en ég held að hann geti orðið tjúllað flottur á heimili – t.d í borðstofunni

  6. a

    8. December 2014

    GEÐVEIKUR LITUR. Líka á veggi.

  7. Birgitta

    11. December 2014

    Rak einmitt augun á jólakúlur og skraut í Hagkaup Skefunni í þessum lit og varð alveg heilluð. Sé hann tóna vel við gyllt og kopar :)