Þó svo að það séu aðeins þrjár vikur búnar af árinu þá er ég hér með litríkasta innlit sem þið munuð sjá á árinu, það er að minnsta kosti ansi ólíklegt að eitthvað annað heimili sé litríkara en þetta! Hér býr Daniel Heckscher sænskur innanhússarkitekt hjá Note Design Studio ásamt börnum sínum, en hingað flutti hann eftir skilnað og leit því á þetta heimili sem nýtt upphaf…. þar sem gleðin er allsráðandi! Það sem er sérstaklega skemmtilegt við heimilið er að það er varla að finna hvítan blett en allar hurðar og gólf eru máluð í fallegum litum. Myndirnar segja í rauninni allt sem segja þarf…
Takið eftir að fúgan er líka lituð, frábær hugmynd!
Málverk sem var málað af gestum og gangandi í partýi sem Daniel hélt.
Hankarnir eru Gym hooks frá Hay.
Ljósmyndari: Tekla Evelina, sjá hennar dásamlega fallega og litríka instagram –hér
Þvílík lita og gleðibomba sem þetta heimili er! Þrátt fyrir að vilja kannski ekki búa svona þá má svo sannarlega taka sitthvað til sín og yfirfæra yfir á okkar örlítið litlausari heimili. Ég mæli með að lesa greinina við þetta innlit hjá Sight Unseen þar sem sjá má hugmyndirnar á bakvið þessa litagleði, sjá hér. Pastelgrænu hurðarkarmarnir á baðherberginu, bleiku flísarnar og bleiku veggirnir… úff hversu dásamlega fallegt! Meira svona:)
Skrifa Innlegg