Þessi pínulitla íbúð er algjört sjarmatröll og alveg ótrúlega hlýleg og kósý. Fermetrafjöldi skiptir jú engu máli hvort heimili verða hugguleg, heldur hvernig húsráðendur nýta plássið sem þau hafa. Mjög oft eru valin lítil og nett húsgögn fyrir litlar íbúðir, en hér er því einmitt öfugt farið, því sófinn er nánast eins og lítil eyja sem flæðir milli stofu og eldhúss og skapar ekkert smá notalega stemmingu og þetta djúsí og litríka púðafjall setur alveg punktinn yfir i-ið. Takið líka eftir hvað litir skipta miklu máli, bleika teppið á sófanum og blá rúmfötin og teppið í svefnherberginu – án þeirra væri heildarsvipurinn eitthvað svo flatur og óspennandi.
Litir, litir, litir… dálítið sætur líka liturinn á veggjunum, ljósbrúnn/sandlitur með smá gulum í? Kíkjum í heimsókn,
Myndir: Historiska Hem
Skrifa Innlegg