Eins mikið og ég elska instagram og ég sæki mikið þangað í leit af bloggefni þá velti ég því stundum fyrir mér hvernig margir virðast -útfrá myndunum- eiga líf sem er allt í sömu litunum eða leggja að minnsta kosta mikinn metnað í að láta það líta þannig út. Allt heimilið, fatnaður og oft á tíðum líka maturinn er allt í sömu litatónum sem er mér nánast óskiljanlegt. Ekki misskilja mig, mér þykir þetta afskaplega smart og mjög fallegt fyrir augað og ég veit líka að það er augljóslega búið að setja filter á myndirnar en þið hljótið að sjá það sem ég á við á myndunum hér að neðan, við erum að tala um svartan, gráan, hvítan, brúnan og gylltan og engar undantekningar. Þessar myndir eru frá einni af mínum uppáhalds instagram síðum, frá henni Alejandrino Bessobberto smekkkonu mikilli, ég er þó að fylgja mörgum á instagram sem falla undir þennan sama flokk. Helsta spurningin sem ég spyr mig er þó “fær þetta fólk aldrei gjafir” haha? Því guð má vita að margar gjafir sem við fáum fyrir heimilið eða fyrir börnin okkar passa ekkert endilega inní okkar fyrirframmótuðu hugmyndir hvernig heimilið skuli líta út eða í hvaða litum það skal vera, hvað þá fatnaður barnsins:) En þrátt fyrir þetta þá er útkoman falleg því er ekki að neita…
Myndir via @alejandrina_bessoberto
Það sem mér finnst sérstaklega skemmtilegt við síðuna hjá Alejandrinu er allt þetta fallega smádót sem hún veitir athygli og fáar myndir af stærri rýmum. Þetta er auðvitað mjög vinsælt á instagram að hafa vissan stíl á öllu efninu sem þangað fer inn en ég veit þó fyrir víst að það væri mjög erfitt fyrir mig að ná að halda öllum myndum sem ég tek af mínu lífi innan svona ramma:)
Skrifa Innlegg