fbpx

LISTVAL OPNAR Á GRANDA – MÆLI MEÐ

ListMæli með

Ég fór í svo skemmtilega heimsókn á dögunum og kíkti við í Listval sem var að opna glæsilegt sýningarrými á Granda þar sem sjá má ótrúlega skemmtilega sýningu með frábæru úrvali af verkum íslenskra myndlistarmanna. Ég hef lengi fylgst með Listval á Instagram þar sem gefin er oft smá innsýn í heim myndlistarmanna, sýndar vinnustofur og íslensk list gerð aðgengilegri en hún hefur lengi verið að mínu mati. En markmið Listval er einmitt það að auðvelda fólki að fjárfesta í myndlist og gera hana aðgengilega. Undanfarið hafa verið haldnar glæsilegar sýningar Listval í Norr11 en núna í fyrsta sinn er hægt að heimsækja sýningarrými þeirra þar sem nálgast má upplýsingar um íslenska myndlistarmenn, kynna sér úrvalið og fá ráðgjöf við val á þínu draumaverki.

Ég er alltaf með augun á nokkrum fallegum verkum og langar að eignast verk sem munu fylgja mér í gegnum lífið, það er þó vandasamt að velja. Listval ætlar þó líklega að gera valið mitt örlítið auðveldara og hefur kynnt fyrir mér marga ótrúlega hæfileikaríka myndlistarmenn sem ég hafði ekki heyrt af áður. Hægt og rólega er ég að fræða mig betur um listaheiminn og vá hvað við eigum mikið af frábæru listafólki.

Hér má sjá Elísabetu Ölmu, stofnanda Listval, en sýningarrýmið er staðsett á Hólmaslóð 6.

Til hamingju Listval með glæsilegt rými sem ég mæli svo sannarlega með að kíkja á við tækifæri.

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

UPPÁHALDS HLUTIRNIR MÍNIR ÚR NINE KIDS

Skrifa Innlegg