fbpx

UPPÁHALDS HLUTIRNIR MÍNIR ÚR NINE KIDS

BarnaherbergiÓskalistinnSamstarf

Í samstarfi við verslunina Nine Kids tók ég saman mínar uppáhalds vörur fyrir litlu krílin og að sjálfsögðu fyrir bæði stelpur og stráka♡ Sumarleg föt, sólgleraugu og sandalar eru ofarlega á listanum ásamt fallegum leikföngum og toppurinn er án efa glæsilegu Cybex kerrurnar & vagnarnir sem Nine Kids er með umboðið fyrir. Í uppáhaldi núna er regnboginn sem dóttir mín fékk einmitt nýverið í afmælisgjöf frá systur minni og sæta hvíta sparisamfellan sem ég keypti sjálf í síðustu viku fyrir afmæli sem við vorum á leið í. Mér finnst fátt krúttlegra en lítil sæt kríli með ber læri í háum sokkum og fötin hér að neðan bjóða einmitt uppá þá samsetningu:)

Ég get svo sannarlega mælt með heimsókn í Nine Kids, ótrúlega vandað úrval af leikföngum, barnafatnaði og öðrum barnavörum og svo eru kerrurnar draumur einn. Cybex kerrurnar eru vinsælar í nokkrum klassískum litum og jafnvel hægt að fá grindina m.a. í rósagulli sem poppar upp útlitið. En auk þess kemur út nokkrum sinnum á ári sérstök tískulína Cybex unnin í samstarfi við þekkta tískuhönnuði, ofurfyrirsætur og nú síðast við Dj Khaled! Útkoman er geggjuð og er ég með á heilanum Spring Blossom sem er eldri útgáfa – en þess má geta að Cybex-fashion línurnar eru sérpantaðar.

// Krúttleg sólgleraugu. // Viðarregnbogi – einnig til í bláu. // Sparisamfella með gylltu mynstri. // Sólhattur. // Jellycat kanína. // Cybex kerra með rósagylltri grind og í Spring Blossom áklæði úr Fashion línunni – sérpantað. // Bleikar stuttbuxur. // Hnéháir sokkar með slaufu. // Skór með góðum stuðning. // Hneppt peysa. // Fallegt dúkkuhús. // Blómaskreyttur smekkur. 

// Hneppt peysa. // Brúnar smekkbuxur. // Veifur í herbergið. // Matarskál frá Peekaboo. // Töffara sólgleraugu. // Himnasæng. //  Cybex kerra með rósagylltri grind og áklæði í Mountain blue. // Smekkur með eyrum. // Peekaboo bolli. // Bílabraut. // Krúttlegur naghringur með eyrum. // Leðursandalar. // Sparisamfella með tölum. // 

Svo fallegt úrval í Nine Kids ekki satt? Ég er sjálf með augun á nokkrum hlutum fyrir dóttur mína og þar er sólhatturinn og sólgleraugun ofarlega á lista ♡ Eigið góðan dag kæru lesendur,

Fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu

DRAUMAHÚSGÖGN Í BARNAHERBERGIÐ FRÁ NOFRED

Skrifa Innlegg