fbpx

Lesendabréf; hugmyndir fyrir veggi?

Hugmyndir


„Má til með að senda ykkur smá fyrirspurn, ég er nefninlega að fara að gera myndavegg í stofunni hjá mer og finnst svo flott þegar það eru svona margir mismunandi rammar í mismunandi stærðum, þið vitið svona mixað. Málið er bara að ég er hrikaleg í svona „hönnun“ og vantar góð ráð eða bara myndir með góðum hugmyndum af uppsetningum svona til að hafa eitthvað til að miða við.“
Hæhæ hér eru nokkrar inspiration myndir! Vonandi hjálpar þetta eitthvað:)
Hér hafa myndavélar verið „rammaðar“ inn.. sé fyrir mér að hengja upp einhvern persónulegan hlut og skella tómum ramma utan um?:)
Hér eru rammarnir hengdir mjög þétt upp, og pínulitlum römmum einnig troðið með.
Hér eru hlutir líka hengdir upp fyrir smá fjölbreytni, einhverskonar tréskór.
(ég myndi klárlega skella flottustu hælunum í staðinn)
.. Að blanda hinum ýmsu hlutum inní myndavegginn getur komið rosa vel út.
Þessi myndaveggur er heima hjá tískudrósinni Anna Dello Russo, hún rammar BARA inn forsíður. En fjölbreytni er góð og því gæti verið flott að klippa kannski 1-2 flottar forsíður, auglýsingar eða plaköt og ramma inn ásamt fjölskyldumyndunum.
Þetta líkar mér! Þessi ákvað að hengja upp kjólinn sinn:)
Stórir rammar með litlum myndum í.
Hér eru myndirnar ekki negldar upp, heldur raðað upp við vegginn á litlum hillum og svo á gólfinu.
Einnig hægt að raða mörgum saman á skenki og kommóður og láta liggja við vegginn, kemur mjög vel út:)

En það mikilvægasta ER… Að negla ekki hundrað nagla í vegginn og sjá svo eftir uppröðuninni!
Gott er að nota t.d dagblöð og strika í kringum hvern ramma og klippa svo út.
Svo er hægt að leika sér með þessa útklipptu ramma ásamt kennaratyggjói eða límbandi og finna rétta uppröðun.
Þegar þú ert loksins orðin sátt þá negliru í gegnum pappírinn á réttan stað og rífur svo allt niður og setur rammana í staðinn:)
Sniðugt??:

Breytingar á nýju ári

Skrifa Innlegg