fbpx

Breytingar á nýju ári

DIY


Á nýju ári huga margir að breytingum í sínu lífi, t.d. að byrja í ræktinni og venja sig af vondum ávana. Fara fyrr að sofa og finna sér áhugamál:)
En færri huga að því að breyta íbúðinni sinni, og margir vita ekki að umhverfið sem við erum hvað mest í..(heima hjá okkur) hefur alveg gífurlega mikil áhrif á okkar líðan. Ég er ekki bara að tala um að taka til, heldur losa sig einnig við óþarfa hluti og gefa í Rauða krossinn. Mála veggi og gera upp illa farna og ljóta hluti. Taka loksins þvottahúsið í gegn og mála eldhúsinnréttinguna, það þarf alls ekki að kosta mikinn pening.
Á síðunni Designsponge er hægt að fá margar góðar hugmyndir, og þá sérstaklega undir dálknum Before & after.
Þessi tók þvottahúsið sitt aldeilis í gegn.
Með smá spreyji og handlagni má gera hvaða hlut sem er flottann.
Fallegt retro eldhúsborð viðarspónlagt.
Eldhúsið tekið í gegn!
Og svo er alltaf gaman að bólstra fallega stóla, eða jafnvel bara skipta um áklæði á stólum sem eru ekki jafn ljótir og þessi:)
Breytingar eru bara til hins góða
Þessi skápur hefði lent á haugunum hjá flestum, en með smá tíma var hægt að bjarga honum:)

lesendabréf: hugmyndir fyrir glugga

Skrifa Innlegg