fbpx

LESENDABRÉF

Hugmyndir
Mér barst fyrirspurn fyrir helgina hvort að ég lumaði á hugmyndum fyrir rými sem er undir súð. 
Íbúðin mín er reyndar líka undir súð en ég hef ekkert hengt á veggina ennþá, ég persónulega kýs að halda mínum veggjum tómum. Það er fallegur hvítur panell á veggjunum og íbúðin er það lítil að myndir og slíkt gætu látið íbúðina virkað minni fyrir vikið. 
En hér eru myndir af flottum herbergjum sem eru undir súð. 
Það kemur vel út að mála bitana í loftinu. 
Hér eru veggirnir hafðir tómir, en hlýlegar og fallegar mottur hafðar með.
Um að gera að nýta plássið undir súðinni fyrir lágar bókahillur eða tímaritabunka!
Það getur komið vel út að setja texta á súðina, það er til gott úrval af vegglímmiðum sem henta vel á súð. (ekki sniðugt að negla upp myndaramma á hallandi vegg)

Sniðugt sófaborð, tímaritabunki+borðplata
Fyrir þá sem ekki eiga teppi? Flott hugmynd
Ég reyndi að finna myndir þar sem búið var að hengja/negla eitthvað á veggina án góðs árangurs. 
Ég mæli samt með því að fletta í gegnum flokkinn ‘hugmyndir’ og ‘plagöt’ hér til hliðar, þar gæti leynst e-ð skemmtilegt. Svo er um að gera að mála e-ð skemmtilegt á súðina eða hengja upp flott plagat með litríku teipi.  

KONUDAGUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Litlir Bleikir Fílar

    20. February 2012

    Jeij Svana takk fyrir þetta!!

    Nú fer ég bara upp á koll og byrja að skrifa fríhendis á veggina hjá mér.

    Svo finnst mér teipaða gólfteppið algjört kast! Þetta er DIY sem er í mínum þyngdarflokki! újé!