fbpx

LAUGARDAGS

Fyrir heimilið

 Margir nota helgarnar sínar í tiltekt og annað stúss heimavið, sérstaklega í svona grámyglulegu veðri eins og er í dag. Það er eitthvað sem ég ætla mér að gera þegar ég er búin í vinnunni eftir 22 mínútur akkúrat:)

 Ég las áhugaverða athugasemd við hillu færsluna hér að neðan frá Valdísi, en þar segir hún “Ég hef fáa hluti í hillunum mínum og skipti svo reglulega út, ég er meira að segja með svona “punt” kassa þar sem ég geymi þá hluti sem ég er ekki að nota hverju sinni og í hverri viku þegar ég þurrka af þá dreg ég fram kassan og breyti einhverju. Mæli alveg með því að prufa þetta (þótt það sé kannski óþarfi að gera þetta í hverri viku) en það heldur manni á tánum með skreytingar heimilisins og þannig nær maður líka að nota alla hlutina sína.”
Ég er frekar hrifin af þessari pælingu hennar, en eins og ég sagði hér síðast þá er ég allt í einu að kafna úr hlutum, sem fá þá kannski ekki að njóta sín jafn vel fyrir vikið. Ég sat uppí sófa seint í gærkvöldi og horfði í kringum mig, og áttaði mig þá líka á því að ég safna aaaalltof mörgu bleiku!
Ég leyfi mér samt að dreyma um þennan laxableika Savoy vasa sem er væntanlegur.. greyið Andrés!:)
…bleikur slæðist alltaf með…

MIKIÐ MINNA MINNST

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Dúdda

    2. March 2013

    Dásamlegar myndir! Akkúrat það sem maður þarf að sjá í þessu veðri. Gefur gott í hjartað:-) Og vasinn er æði!

  2. Alex

    2. March 2013

    flott dagatalið sem kemur fyrir á myndunum. Veistu hvar svoleiðis er fáanlegt?

    • Svart á Hvítu

      2. March 2013

      Ekki eins og er því miður… en ég skal reyna að finna þetta á netinu og blogga um það þá:)

  3. Agla

    2. March 2013

    Líst vel á þessa hugmynd með að skipta út hlutum í hillur :)

    Svana ég þarf að sýna þér veggskrautið sem ég keypti í Orlando! Koddu í heimsókn á morgun eða hinn… Ég held það sé dáldið Svönulegt ;)

  4. Hildur Jónsdóttir

    3. March 2013

    sammála með dagatalið – finnst það mjög flott :) væri til í sollis..

  5. m

    3. March 2013

    ég var einmitt að fara í gegn um hlutina mína um daginn og sá þá mér til mikillar skelfingar að annar hver hlutur nánast er pastelbleikur!! bollar, könnur, eldhúsáhöld, glös, púðar, kerti, vasar…. tók meðvitaða ákvörðun um að kaupa ekkert meira bleikt á næstunni (nema ég rekist á þennan truflaða ittala vasa) :) karlmönnunum í fjölskyldunni örugglega til mikillar ánægju.

    • Svart á Hvítu

      3. March 2013

      Hahaha … þetta er nkl. eins hjá mér! Það eru þessir litlu hlutir sem ég enda svo hrikalega oft á því að kaupa í bleiku, og ég þarf sko aldeilis að breyta því.. Hugsaði bara greyið kallinn minn að bjóða vinum sínum hingað heim! Bleik glös, púðar, klukka, vasar, plagat ásamt fleiru úff..
      Núna verður bara keypt svart, þarf að jafna þetta einhvernvegin út:)

  6. Lóa

    4. March 2013

    Veistu hvar er hægt að fá svona spegill

    • Svart á Hvítu

      4. March 2013

      Já, spegillinn er frá HAY og heitir Strap Mirror, fæst í Epal… ef þessi litur er ekki til, þá er alltaf hægt að panta:)
      -Svana

  7. Rebekka Líf

    5. March 2013

    Er guli púðinn líka frá HAY? Veistu ca. hvað hann kostar? Er að leita mér að púðum í akkúrat þessum lit