Hönnuðurinn og teiknarinn Sarah Illenberger býr í þessari íbúð í Berlín.
Þetta er frekar gamalt innlit en það breytir því þó ekki að það er dásamlega fallegt, kvenlegur stíll er allsráðandi á þessu heimili, fallegir litir og einstakir hlutir. Mikið eru glerkúplarnir og myndaveggurinn æðislegur. myndir via Freunde von freunde.
Ég hinsvegar var að skila af mér H&H blaði í prentun í dag, því hefur lítið verið að ske hér undanfarna 2 daga.
Mig langar reyndar að koma einu á framfæri því að undanfarnar vikur/mánuði hafa mér borist gífurlega margir tölvupóstar, sem ég hef svo innilega gaman að, en það getur komið fyrir að það tefjist að svara þeim. Flestir þeirra eru varðandi innanhúss-ráð, hvar hitt og þetta fæst ásamt spurningum frá a-ö varðandi hönnun og heimili. Stelpurnar í vinnunni nefna einmitt reglulega “hvað það er gott að fletta upp í hausnum á mér…” s.s. þið ykkar sem enn eruð að bíða eftir svari, bíðið róleg, ég er að reyna að ná utan um þetta:)
-Svana
Skrifa Innlegg