fbpx

KRISTINA KROGH

ÓskalistinnVeggspjöld

Ég hef áður skrifað um þessa hæfileikaríku stelpu, Kristinu Krogh, en hún er grafískur hönnuður búsett í Kaupmannahöfn. Hún býr til verk sín úr ýmsum efnis”áferðum” og ljósmyndum af t.d. við, marmara, stjörnuþoku, stein og svo mörgu öðru fallegu. Útkoman er spennandi grafískt verk sem hægt er að gleyma sér í að skoða.


 Mæli með að fylgjast með henni á facebook Hér.
Varðandi færsluna hér að neðan þá segji ég bara VÁ. Þvílíkur áhugi og þvílíkar skoðanir á þessum límmiðum:)
Við þurfum bara að vera sammála um að vera ósammála, nema ég fái eitthvern Iittala sérfræðing sem getur komið með hið rétta svar fyrir okkur öll.

IITTALA LÍMMIÐI, AF EÐA Á?

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Hanna

    31. May 2013

    Ég væri án gríns til í að heyra frá einhverjum frá Iittala um þetta! Fór líka að velta fyrir mér eftir þessa færslu hvort fólk sem ekki eru Íslendingar eða búsett á Íslandi pæli almennt í þessu eða rífi bara límmiðana af? Þvílíkar skoðanir hjá fólki á einum límmiða, var mjög hissa á sterkum skoðunum sem komu í kommentum um fólk sem hefur límmiðann á!

  2. Kristbjörg Tinna

    3. June 2013

    Þessar myndir eru alveg guðdómlegar..