fbpx

KOPAR

Íslensk hönnunUmfjöllun

Við Trendnetingar áttum virkilega góða stund saman í kvöld, en við hittumst því miður alveg sárasjaldan og við ákváðum því að gera það almennilega og hittast á nýja veitingarstaðnum Kopar í late dinner. Ég er einstaklega hrifin af því sem hönnuðurinn Leifur Welding gerir og því var ég spennt að sjá þennan nýja stað sem opnaði fyrir nokkrum vikum við Gömlu Höfnina í Reykjavík, en það eru þær Ásta Guðrún Óskarsdóttir og Ylfa Helgadóttir sem standa að baki veitingarstaðarins.

Staðurinn er í hlýlegum iðnaðarstíl og er mjög töff, iðnaðarljós hanga úr loftinu og stórt graffíti verk prýðir vegg á neðri hæðinni. Leifur virðist hafa einstakt lag á því að finna til einstaka hluti og húsgögn og skapa flotta stemmingu sem passar fullkomnlega við þann stað sem hann hannar að hverju sinni.

Við fengum okkur 8 rétta ævintýraferð af og við rúlluðum næstum því öll út, en þó alveg ótrúlega sátt og sæl. Það er fátt betra en góður matur í góðum félagsskap.

:)

HVÍTT OG FÍNT

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Kristbjörg Tinna

    21. June 2013

    Ég verð nú að gera mér ferð þangað :) Tókst þú myndinar sjálf?

    • Svart á Hvítu

      22. June 2013

      Nei ég fékk þær í láni frá Kopar:) En já þarft klárlega að kíkja!!