Mikið er ég spennt að fá að tilkynna ykkur það að Kisukertið eina sanna sem mörg okkar erum búin að bíða lengi eftir kom loksins til landsins Í DAG og verður það komið til sölu í völdum verslunum á næstu dögum! Kertið hannaði vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir þegar hún var við nám við Royal College of Art í London fyrir nokkrum árum síðan. Kertið lítur út eins og saklaus kettlingur við fyrstu sýn en inni í vaxinu er falin beinagrind sem birtist óvænt eftir að kveikt hefur verið á kertinu. Kisa er fyrsta dýrið sem fyrirtæki Þórunnar PyroPet gefur út og munu vonandi bætast við fleiri kerti í framtíðinni.
Kisa hefur fengið gífurlega mikla umfjöllun þrátt fyrir að hafa ekki verið áður í almennri sölu, það hefur hreinlega rignt inn fyrirspurnum til Þórunnar hvenær kertið komi í verslanir og því er óhætt að segja að það verði margir mjög glaðir að loksins verði hægt að næla sér í eintak. Kisa verður seld í Aurum, Epal, Hrím, Kraum, Minju, Spark design space og Snúran.is og verður það komið til sölu á næstu dögum!
Þrátt fyrir að eiga ekki sjálf (enn sem komið er) Kisukerti er þetta þó orðið uppáhaldskertið mitt og ég er ein af þeim sem hef sent óteljandi skilaboð á Þórunni varðandi kisukertið undanfarið ár a.m.k.:)
Í tilefni þess að KISA sé loksins að koma í verslanir verður hægt að eiga möguleika á því að vinna sér inn eitt stykki af kisukertinu fræga í einstaklega skemmtilegum instagramleik!
Það er ýmislegt sem ég og Þórunn eigum sameiginlegt en eitt af því er að við deilum miklum áhuga á kisum. Það sem þú þarft því að gera til að eiga möguleika á að vinna Kisukerti er að merkja þína KISUMYND #TRENDNET & #PYROPET á Instagram.
Mikið hlakka ég til að sjá instagramsíðu Trendnets fyllast af kisumyndum og ég hvet ykkur til að taka þátt í þessum skemmtilega og auðvelda leik. Kisumyndir eru jú alveg hrikalega skemmtilegar:)
Kíkið einnig við á facebooksíðu Pyropet og smellið á like-takkann.
Góða skemmtun og munið að merkja myndirnar #TRENDNET & #PYROPET
Mjá!
Skrifa Innlegg