fbpx

Kiki van Eijk

Hönnun
Ein af mínum uppáhaldshönnuðum er Kiki van Eijk, hún útskrifaðist úr Design Academy árið 2000 og útskriftarverkefnið hennar var eitt fallegasta teppi (já teppi) sem ég hef augum litið.
Þetta teppi gerði hana fræga á stjörnuhraða og það hefur verið til sýnis í öllum helstu söfnum heimsins ásamt MoMa í New York.
Innblásturinn fékk hún frá skrítnum hlutföllum í gamaldags dúkkuhúsum.
Muniði ekki þegar við vorum litlar stelpur þá áttum við til að prjóna teppi og annað og setja í dúkkuhúsin okkar… Hlutföllin urðu auðvitað mjög röng en ef þau teppi væru færð í okkar heim væri lopinn í þeim á þykkt við einn handlegg:)
Þetta teppi er svo yndisfagurt finnst mér og að stíga á það er hreinn unaður. Vegna stærðar lopans nuddar það þægilega undir iljarnar á þér en það er gígantískt þykkt og stórt. Það er u.þ.b. 10 cm þykkt svo mig minnir, en þess skal geta að venjuleg teppi eru um 0,5 – 2 cm á þykkt!

En Kiki hefur nú gert margt fleira en þetta teppi, en þar á meðal er…

Soft Cabinet, en þrátt fyrir að lýta út fyrir að vera vel bólstraður er hann reyndar úr keramik!!

Lítur ótrúlega raunverulega út en er grjótharður og ég býst við að hann mölbrotni í jarðskjálfta?

Svo gerði hún fleiri húsgögn í þessari “soft” línu t.d. þessa úber kúl klukku
En hún er framleidd af Mooi og hægt er að panta hana á netinu.

En Kiki er ungur hönnuður svo það verður spennandi að fylgjast með henni!:)

-S






oh so pretty

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anonymous

    5. November 2009

    jáhh magnaður skápur! :)

  2. Silja M

    6. November 2009

    Jiminn hvað þetta er flott teppi, gæti vel hugsað mér að eiga svona!!

  3. Svana

    6. November 2009

    Já ég elska þetta teppi. Það er mikið stærra en það virkar á myndinni og rosa þykkt. Langar í langar í:)