fbpx

KEX HOSTEL – sneak peek

Hitt og þetta
Í byrjun maí mun eitt flottasta Hostel í Reykjavík opna! 
Kex Hostel er í gömlu kexverksmiðjunni við Skúlagötu og er þar hægt að finna kaffihús, bar, rakara og old school líkamsræktina Gym & Tonic… 
Klárlega the place to be í sumar, en ég var að sniglast þarna um í morgun og ég varð alveg heilluð!

Bókaherbergið Text
Fáránlega góðar hugmyndir sem má finna þarna inni, meðal annars loftljós úr sultukrukkum.
Myndir af Kexhostel.is

Og að neðan eru myndir teknar af facebook síðunni þeirra HÉR.
Barinn Drinx
Bilaðslega flottur pallur.
Rakarastofan Raxtur. 
En þar sem gamli peningaskápurinn var í Kex verksmiðjunni má núna finna litla rakarastofu fyrir gesti og gangandi! 

í uppáhaldi þessa dagana

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Begga

    20. April 2011

    þetta er alveg það flottasta sem ég hef séð lengi !!! fékk að stelast í geymsluna áður en þeir opnuðu og það þurfti að draga mig út. Við heimsóttum Kex í Innlit Útlit um daginn til að sjá “before” og förum aftur í 9. þætti til að sjá hvernig þetta lítur út hjá þeim eftir að allt varð tilbúið :) Dáni og Sara eru svo töff og dótið allt fengið á flóamörkuðum og yfirgefnum iðnaðarhverfum!

  2. Ása Ottesen

    20. April 2011

    Vááá. Rosalega lítur þetta vel út. Hlakka til að skoða þetta betur.

    Ása

  3. begga

    21. April 2011

    djók 10 þætti! :)
    Mig langar svo að gista þarna – :p hafnarfjarðarbúi (ég er ekki hafnfirðingur) á hosteli í reykjavík, haha það er spes

    ps. gaman hvað þú ert öflug að blogga þessa dagana Svana :)

  4. Svart á hvítu

    21. April 2011

    Já ég væri sko líka til í að gista þarna… skella mér svo í Gin og Tonic um morguninn og borða kex á meðan kæró fer í rakstur! Lúxus.

    En já ég ligg heima með hor í nös svo þá er fátt skemmtilegra en að blogga:) þarf svo bara að halda þessu við í þetta skiptið:)

  5. Berglind

    21. April 2011

    Fór þangað um daginn og þarna á orðatiltækið “Sjón er sögu ríkari” vel við .. ótrúlega töff staður !