fbpx

JÚNIFORM KAUP

Íslensk hönnunPersónulegtSkart

Það hefur kannski ekki farið framhjá ykkur að á morgun fögnum við Trendnetingar 1.árs afmæli okkar á Loftinu og við slík tilefni er nú ekki annað hægt en að dressa sig upp og skála. Ég þóttist að sjálfsögðu “ekki eiga neitt” til að vera í og mikið er ég glöð að ein af mínum allra uppáhaldsverslunum, Júniform, er u.þ.b. 50 skrefum frá útidyrahurðinni minni -Já það kalla ég sko lúxus. Ég fékk svo æðislega þjónustu hjá henni Helgu Sæunni að þessi verslunarferð á sko skilið sérfærslu. Út skundaði ég alsæl með kjól og hálsmen í poka sem verður bæði notað mikið á næstunni.

Svartur og klassískur kjóll sem auðveldlega er hægt að dressa upp og niður.

Þessi Morrokósku hálsmen voru að koma í Júniform og eru úr ekta silfri, alveg æðislega falleg. Þetta var svo sannarlega toppurinn á annars góðum degi, þá er það bara að telja niður í veisluna sjálfa:)

 Enn og aftur, þá mæli ég svo innilega með verslunarferð í Hafnarfjörðinn fagra, Strandgatan er draumur.

Júniform er staðsett að Strandgötu 32.

HÚS & HÍBÝLI : BÓK

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. helga

  19. September 2013

  Mikið dásamlega verður gaman að sjá þig í júniform flíkinni fallegu, kveðja Helga Sæunn og Helga Rúna
  P.s. Vona að þú og allir hinir komi sem oftast, hlökkum til að sjá ykkur

 2. Hilrag

  20. September 2013

  rosalega svönulegt og fínt – hlakka til að sjá þig sæta og hressa í nýja dressinu!

  xx

  • Svart á Hvítu

   20. September 2013

   Já þetta er nefnilega alveg ofsalega mikið ég:)
   Sem er gott vona ég haha
   Sömuleiðis! Að sjá hvað þú fannst þér:) Sjáumst hressar:*

 3. Dagný Björg

  20. September 2013

  Til hamingju með afmælið! Gullfallegt dress sem þú nældir þér í. Ég þarf að gera mér ferð í Hafnafjörðinn.

  Sjáumst í kvöld!

 4. Hafdís

  26. September 2013

  Flottur kjóll.. en ég get nú ekki annað en horft á hárið á þér það er geðveikt!

  • Svart á Hvítu

   26. September 2013

   Haha þetta er sko ekki ég þessi lokkafagra ljóshærða stelpa:) Myndina fékk ég á fb síðu Júniform:)
   -Svana