22 Skilaboð
-
Guð, mér finnst þetta svo sorglegt.
Þvílík árás á Birtu af ástæðulausu!
Auðvitað hafa allir sínar skoðanir hvað þeim finnst fallegt og ekki, en ég meina þetta bréf frá “fagstjóranum” finnst mér ekki fagmannlega gert. Kemur illilega út sem þvílík afbrýðissemi, eða það finnst mér. Og hvað með það þó hún Birta sé ekki faglærður fatahönnuður, óþarfa árás á konu sem gengur vel í sínu starfi. -
Sammála fyrsta kommenti. Þetta er algjörlega óþörf árás á Birtu og er ekkert nema öfundsýki í mínum augum.
Hún skaut eiginlega fatahönnunardeild Listaháskólans líka niður í svaðið með þessu. Ég hef stundum verið að velta fyrir mér hvort ég sjálf ætti að sækja um þar en núna er ég algjörlega áhugalaus, sérstaklega vil ég ekki hafa yfir mér manneskju sem þykist geta tekið þennan pól í hæðina.
Það er alveg greinilegt hvern skortir fagmennskuna.Auðvitað gæti alveg verið meiri fjölbreytni en að kalla einhverja hönnun verstu hönnun á opinberum vettvangi er siðlaust.
Ég skil svo ekki heldur afhverju Linda þurfti að senda eitthvað skólastelpubréf til Evu Maríu…
Kona í hennar stöðu ætti að geta farið á fund með yfirmönnum Rúv og gert grein fyrir skoðunum sínum um skort á fjölbreytni fyrir lokuðum dyrum.Mér finnst hönnun Birtu falleg, sama hvort hún sé faglærð eða ófaglærð. Sumir hafa einfaldlega betra auga fyrir hlutunum og mega sýna þá hæfileika í verki án tiltekinnar gráðu. Go Birta :)
-
Mér finnst margt sem hún Birta gerir alveg rosalega flott þó að ég hafi kannski ekki alveg verið mikill aðdáandi að akkúrat þessum kjólum, en það að hún Linda hafi sent þetta bréf finnst mér algjörlega útúr kú! Þó að hún sé einhver Fagstjóri hjá Fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands þá hefur hún ekki rétt til þess að alhæfa að eitthvað sé ljótt.
Mér fannst dæmi Birtu um ófaglærðu leikarana sem eru einir bestu leikarar Íslands mjög góð. Mér finnst að Birta eigi svo sannarlega skilið formlega afsökunarbeiðni frá skólanum.
Tala nú ekki um hvernig bréfið hennar Lindu var skrifað !
Ég er sammála síðasta kommenti um að álit mitt á fatahönnunardeildinni hefur snarlækkað eftir þetta !
takk fyrir frábært blogg :D
-
Árásin á Birtu er algjörlega óþörf. Hins vegar er ég mjög sammála um að fjölmiðlakonur eins og þær stöllur verði að sýna fjölbreytileika. Fatnaður þeirra er auglýsing. Mikil auglýsing meira að segja. Við erum með mjög marga flotta hönnuði á Íslandi sem eiga mjög mikið skilið þessa flottu auglýsingu. Ekki að það eigi að vera einhver kvóti á hversu oft hver fjölmiðlakona megi sjást í flík frá sama merki þá finnst mér mjög mikilvægt að gætt sé að fjölbreytileika og að öllum sé sýnt sama vægi.
Þetta virkar smá eins og um einhvern vinkonuskap sé að ræða og það er bara alls ekki töff.
Persónulega finnst mér Júniform hönnun ekki neitt sérlega töff. Mér finnst hún alltaf eins og ekki hafa breyst mikið síðustu ár, en það er bara mín skoðun og allir hafa rétt á sinni skoðun.
Ég styð fjölbreytileika í fatavali fjölmiðlakvenna eins og þeirra!! -
langar samt kannski að koma því að að það var aldrei talað um að hönnun Birtu væri slæm af því hún væri ekki menntaður fatahönnuður, held það hafi aldrei komið málinu við…
-
Mér finnst allt þetta mál vera óttalega kjánalegt. Virkar eins og einhver pirruð kona sem var búin að fá sér einum of mörg glös af rauðvíni yfir keppninni á laugardaginn og fannst hún þurfa að koma sinni skoðun á framfæri. Mér finnst það frekja og yfirgangur að halda því fram að eitthvað sé ljótt. slíkt er ekki hægt að alhæfa, mér finnst þetta ljótt, er hinsvegar rétt að segja.
Persónulega finnast mér þetta frekar flottir kjólar. Júniform er mjög töff hönnun að mínu mati þótt ég myndi ekki kaupa allt þá væri þetta ein af fyrstu búðunum sem ég myndi missa mig í ef ég ynni í lottóinu.
Þótt ég sé sammála því að jafnt eigi að vera á milli fatahönnuða þá finnst mér þetta ófagmannleg vinnubrögð hjá Lindu því hún hefði getað sent út formlega fréttatilkynningu þar sem hún dæmir skort á fjölbreytni í klæðnaði kvenna á RÚV. það hefði komið mun betur fram.
Mér finnst líka skrítið að Linda skuli ganga svona langt til að dæma hönnun sem gengur vel, mjög margir eiga júniform hönnun og til eru mjög margir aðdáendur, þetta er móðgun til allra sem fíla júníform og íslenska hönnun. Kalt mat
kv.Valdís Ragna
-
Verð að segja að mér finnst þessi kjólar ekki eins fallegir og júníform hefur gert, en kannski ekki alveg ástæða til að senda bréf og drulla yfir alla.
Vandræðalegt fyrir hana og lhí. Kemur ekki beint vel úr þessu. Þó svo að allir megi hafa sínar skoðanir, þá mundi maður nú aldrei fara drita niður bréfum á alla sem maður fílar ekki fatasmekkinn hjá.ps. skemmtilegt blogg, kíki hér daglega :)
-
This comment has been removed by the author.
-
Jaaháá!
Það er ekkert annað. Einhver pussa illa bitur ekki búin að fá góða BEEEEP í langann tíma hahaaa :)
Ég er engin FAN af Júníform, enda er það bara allt í lagi. Og ef einhver vill vera í þeirra fötum, þá er það bara flott mál…Hverjum er ekki sama…
Ég er hinsvegar alveg sammála því að þetta er mjög ófjölbrautt og þar sem að við neyðumst til að borga fyrir þessa sjónvarpsstöð, þá ætti auðvitað að vera stíllisti sem “poppar” þetta upp af og til.
-
Mér finnst þetta bréf hjá fagstjóranum mjög ófagmannlegt. Ef hún vildi gagnrýna klíkuskap hjá Rúv hefði hún átt að fara öðruvísi að þessu.
Ég er samt alveg sammála því að það mætti hafa meiri fjölbreytni í fatavali hjá Rúv. Við erum með svo marga flotta hönnuði á landinu sem eiga skilið að fá að sýna hönnun sína.
Ps. Rosa skemmtilegt blogg hjá ykkur :)
-
*ófjölbreytt*
-
Ég er mjög sammála ykkur að öllu leyti. En það kæmi betur út að hafa nafnið á RagnHILDI Steinunni rétt.
-
Mér finnst þetta alveg ótrúlega barnalegt allt saman og setur virkilega svartann blett á LHÍ..
Þó að hönnunin hennar Birtu hæfi ekki mínum stíl þá er hún virkilega hæfileikarík stelpa sem á ekkert nema hrós og aðdáun skilið. Ég er þó á þeim buxunum að klæðnaður þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu megi vera töluvert fjölbreytnari.. -
Mér finnst bréfið frá Lindu mjög svo ófagmannlegt og einmitt það sem ég hugaði, gæti verið að hún hafi fengið sér aðeins of mikið í aðra tána áður en hún sendi þetta?
Annað, það er vissulega ekki gott að Ragnhildur sé alltaf í hönnun Júníform, þar sem – eins og þið segið er RÚV íslenskur miðill sem við erum tilneydd til að greiða fyrir og því mætti nú vera lögð aðeins meiri fagmennska í að velja föt á þuli, og fleiri.
Sérstaklega þar sem ég tel mig nokkuð vissa að þær séu vinkonur!Ég á nokkrar flíkur frá Júníform en að sjálfsögðu finnst mér ekki allt flott sem hún hannar. Enda er það ógerlegt að hann flíkur sem öllum finnst alltaf fallegar!
EN mér finnst það þó á gráu svæði að hún titli sig sem “fatahönnuð” þar sem það er verndað starfsheiti og hún er EKKI lærður fatahönnuður!
Ég hef persónulega spurt hana í versluninni, hvar hún lærði ( þar sem ég hef sjálf mikinn áhuga á að læra fatahönnun )
þá sagði hún, Ég er ekki lærð – bara sjálflærð! Svo hún ætti að fara varlega í það! -
Hún hefur held ég, aldrei sagst vera lærður hönnuður.
Og einhver staðar í umræðunni um þetta kom fram að fatahönnuður væri ekki lögverndað starfsheiti og að formaður hönnunarfélagsins, Gunnar sé ekki heldur lærður hönnuður,(sem hannaði ásamt konu sinni kjól Jóhönnu Guðrúnar fyrir júróvisjón í fyrra).
Ef það verður leiðrétt síðar, ét ég þetta ofan í mig aftur með gleði… -
æi ég fæ kjánahroll af þessu.
-
Þó svo að mér finnist þessir umræddu kjólar ekkert spes og ekki fara þeim stöllum sem skildi er ég mikill aðdáandi Júniforms, hönnun og vinnubrögð Birtu eru til fyrirmyndar. Smekkur manna er jú misjafn og ber að virða hvað hver og einn klæðist. Mér finnst þetta bréf frá Lindu vera út í hött sér í lagi vegna stöðu hennar.
-
Vá hvað ég er ánægð með Birtu og þetta bréf sem hún skrifar.
Algjörlega óviðeigandi hjá þessari Lindu að gagrýna þessa kjóla á þennan hátt. Greinilega eitthvað hörundsár blessunin sú. Það gekk víst ekki svo vel hjá henni sjálfri í sama bransa.Svo er það annað mál, mér finnst ekki vera hægt að troða uppá fólk einhvurri hönnun, ef þetta er sá hönnuður sem þær Ragnhildur Steinunn og Eva María kjósa að nota þá er það bara gott og blessað. Þú ferð ekki í fatnað sem þér líður ekki vel með.
-
Ég fagna því að Linda hafi opnað á sér munninn, alltof sjaldan sem að fólk segi það sem því finnst í þessu einsleita þjóðfélagi, svo mæli ég með því að fólk lesi þessa grein:
http://simonbirgis.midjan.is/2010/02/19/horundsarir-listamenn/
Persónulega finnst mér kjólarnir hennar Birtu alveg frekar ósmekklegir og ljótir. Og ég má alveg hafa þá skoðun. Svo má vel taka það til athugunar að fá hana Ragnhildi Steinunni í einhverjar aðrar flíkur en þær sem koma frá Júníform, held að mikið af velgengni þessa fyrirtækis komi frá Ragnhildi þar sem hún hefur verið að auglýsa þessi dress í þessum blessuðu júróvisjón- þáttum.
-
Fatahönnun er ekki lögvernduð starfsgrein.
Á Íslandi ríki mál- og skoðanafrelsi svo að þessi Linda ætti að hafa fullan rétt á að koma sinni skoðun á framfæri hefði maður haldið. En gerði það kannski á full ófagmannlegan hátt og þegar hún í sinni stöðu segir að einhver ákveðin hönnun sé slæm, eða hvað hún sagði, þá væri gaman að fá nánari útskýringu.
Mjög líklega væru þessir kynnar og þulir í fötum úr Zöru eða Sautján eða bara því sem þær fíla best ef júniform væri ekki í boði.
En það meikar nú samt sens að það mætti vera meiri gæðastjórnun á RÚV og nýta þessa atburði til að kynna fleiri af frábæru hönnuðum Íslands, bæði lærðum og ólærðum.
By the way – mér finnst Júniform æði!
Svo má spyrja sig að því hvort að það sé í raun og veru hægt að læra það að verða listamaður?
Þetta var mín skoðun :)
Ása
-
Mér finnst rosalega leiðinlegt að heyra og sjá fólk segja að þetta hafi verið gott hjá henni Lindu að opna á sér munninn.
Það er ekkert að því að segja sínar og hafa sínar skoðanir, en þessi orð í bréfinu sem hún notaði eru alltof hörð s.s. “ljótustu kjólar” og þess háttar.Þegar fólk kýs að nota svona orð kemur það út í mikilli gremju, og er það algjör óþarfi.
Auðvitað geta ekki allri fundist allt það sama langflottast og er það fjölbreytileiki, sem er sem betur fer, en svona comment frá hönnuði til annars hönnuðs finnst mér svo mikil óvirðing. -
og afheverju má ekki opna á sér munnin og segja ljótustu kjólar!? hvaða tepruskapur er í liðinu! Birta hefur greinilega aldrey fengið neikvæða gagnrýni!? hvað er málið?
það er einstaklega kjánalegt að biðja rektorinn í LHÍ um afsökunarbeiðni þar sem stafið hennar Lindu Bjargar felst nákvæmlega í því að opna á sér munnin og gagnrýna og gagnrýna hart!!!
Þú kemst ekkert áfram í þessum harða harða fatahönnunar heimi ef þú ætlar að leggjast í gólfið og væla um leið og einhver segir að kjólarnir séu ljótir!
smá staðreyndir fyrir nokkra af ykkur hér að ofan, Linda sendir persónulegt bréf á Evu, Linda sendir bréfið ekki á Fréttablaðið.Öll umfjöllun er góð hvort sem hún er neikvæð eða jákvæð og sem fatahönnuður þá fagna ég þessari einstaklega miklu umræðu um fatahönnun á Íslandi, verndun á starfsheitinu, kjólana hennar Birtu, fagaðila LHÍ og RÚV, stýlista deild RÚV (sem er engin) og öllum þeim fleiri málefnum sem spretta uppúr þessari umræðu.
Það er skemmtilegt að fá umræðu í samfélagið á þessa fagstétt, þetta opnar ef til vill leiðir fyrir þá fatahönnuði á Íslandi sem eru að reyna að efla stöðu þessa ágæta fags.þannig að ég segi bara takk allir fyrir að taka þátt hvort sem þið eruð á með eða á móti ;)
Skrifa Innlegg