JÓLIN HJÁ H&M HOME : SJÁÐU MYNDIRNAR HÉR

H&M homeJól

Það er haustlægð úti … það snjóaði örlítið í gær og þá er meira en viðeigandi að skoða jólamyndir ársins frá H&M home. Ég sit hérna heima að vinna við tölvuna og það er búið að taka heita vatnið af götunni í dag. Mest langar mig að hjúfra mig undir teppi, kveikja á kertum og hlusta á jólatónlist eftir að hafa skoðað þessar myndir. Jólin koma alltaf snemma hjá mér og yfirleitt um október er ég byrjuð að hlusta á jólatónlist … er einhver að tengja við það?

Njótið smá jólainnblásturs á þessum kalda degi,

Myndir : H&M home

Ég er að spá í að skipuleggja mig (ég geri það sjaldan) í ár og búa til einhverskonar fjölskyldudagatal. Finnst það svo heillandi hugmynd og oft virkilega fallegt sem jólaskreyting. Mun taka saman góðar hugmyndir og deila með ykkur:) Elska líka að heyra frá ykkur góðar hugmyndir og ábendingar!

Þangað til næst, Svana 

AFMÆLIN : BIRTA 1 ÁRS & BJARTUR 7 ÁRA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Guðrún

    25. September 2021

    Ég elska að sjá þetta jóladót svona snemma.