Fagurkerinn Sara Sjöfn er eigandi gullfallegu verslunarinnar Póley sem staðsett er í Vestmannaeyjum en hún heldur einnig úti æðislegri vefverslun sem ég mæli með að kíkja á poley.is. Sara Sjöfn er þekkt fyrir góðan smekk og sér hún um að velja inn af mikilli kostgæfni allar vörurnar í verslunina og má þar finna úrval af fallegri gjafavöru, barnavörur, sælkeravörur, lampa, skartgripi og svo margt fleira. Ég kíkti við í Póley í byrjun hausts í draumafríi fjölskyldunnar til Eyja og var alveg heilluð uppúr skónum af úrvalinu og fann þarna nokkur af mínum uppáhalds vörumerkjum eins og t.d. Ferm Living og Humdakin og mörg fleiri.
Jólin eru uppáhaldstími ársins hjá Söru og er því viðeigandi að fá hana til að taka saman nokkra hluti sem verma óskalistann ásamt því að svara nokkrum laufléttum spurningum ♡
Óskalistinn hennar Söru,
1. Fallegur vasi frá Lene Bjerre, Póley // 2. Gullfallegur spegill frá Lene Bjerre, Póley // 3. Andlitsolía – Angan skincare, Póley // 4. Meðgönguolía fyrir stækkandi bumbu, frá Móa & Mía // 5. Armband frá SIGN // 6. Hálsmen frá SIGN, Póley // 7. Arum lampi frá Ferm Living, Póley // 8. Pulla frá Present Time, Póley // 9. Ilmkerti frá VÖLUSPA // 10. Olífutré frá Lene Bjerre
Lýstu þér í 5 orðum … Jákvæð, ákveðin, hreinskilin, vinnusöm og óþolimóð. Stíllinn þinn er … Dökkur, klassískur og hlýr. Ég vill skapa þægilegt andrúmsloft heima hjá mér og að öllum líði vel. Ég vill einnig að hver hlutur njóti sín og passi saman þannig að það kemur ákveðið jafnvægi og heild í rýmið. Uppáhalds hönnun … Þegar fegurð og notagildi fara saman, ég heillast af því. Besti maturinn … Spaghetti aglio e olio eldað af manninum mínum með mikið af parmesan osti og helst tómatar og mozarella til hliðar. Tekur um 15 mín að græja og er alltaf jafn gott. Fegurð eða notagildi … Þetta verður að fara saman, en ég vel fegurð. Ég nýt þess mjög mikið að horfa á fallega hönnun. Það sem verður keypt næst fyrir heimilið … Nýjar myrkvunargardínur í svefnherbergið. Uppáhalds verslun … Póley. Skemmtilegasta borgin … Barcelona. Dýrmætasta á heimilinu … Samverustundirnar sem við eigum saman og sem við eigum með vinum okkar og fjölskyldu. Hvað er næst á dagskrá … Vinna í búðinni minni og jólaundirbúningur með fjölskyldunni. Fjölskyldan stækkar á nýju ári þannig við erum líka eitthvað að undirbúa fyrir það. En fyrst og fremst samt að njóta þessa tíma sem er framundan en þetta er án efa uppáhalds árstíminn minn.
Kíkið svo endilega við hjá Söru á poley.is ♡
Skrifa Innlegg