fbpx

JÓLAMYNDATAKA: TAKA 1

Persónulegt

Ég lét loksins verða að því að fara með Bjart í (jóla) myndatöku fyrr í vikunni eftir að hafa slegið því á frest í rúmt ár. Upphaflega hugmyndin var að fara með Bjart í myndatöku á hverju ári, fyrst var það ungbarnamyndataka sem fæstir klikka á því þá er maður svo “pottþétt” foreldri en svo þegar að barnið eldist þá fækkar myndunum eða þannig er það a.m.k. í mínu tilfelli. Fyrstu 6 mánuðina var ég alveg meðetta og tók reglulega uppstilltar myndir af krílinu mínu en fjaraði þessi hefð hægt og rólega út.
Loksins dreif ég mig í að bóka tíma hjá Smára ljósmyndara eftir að vinkona mín var búin að vera dugleg að minna mig á það og ég ákvað að velja mánudaginn sem var skipulagsdagur í leikskólanum og Bjartur yrði hvort sem er heima. Jess þetta var að takast.

Við byrjuðum þó daginn á að kíkja á heilsugæsluna í einhverja sprautu sem hann átti að vera búinn að fá og rukum svo af stað í langþráða myndatöku. Ég hafði eytt dágóðum tíma í að skoða hugmyndir og mætti með úrval af jólaprops, – jólatré, jólapakkar, jólasleikjóar, lítil jólahreindýr ásamt sög til að saga niður mitt eigið jólatré í skóginum (!).

Ljósmyndarinn mætti reyndar með einn fallegasta eldrauða vintage Vilac bíl sem ég hef séð og þar með fölnaði allt mitt jólaprops í samanburði. Fyrstu 5 mínúturnar gengu vel en skyndilega varð minn maður smá súr ( ég var víst búin að gleyma að lítil börn verða mjög óhress eftir sprautur) svo ég fann fullkomið meðal við fílunni – rauðan og hvítan jólasleikjó til að múta barninu með. Flest eðlilegt fólk hefði getað sagt sér að það væri ekki góð hugmynd en haldið þið ekki að barnið hafi orðið bleikt í framan, bleikt! Mamman dreif sig í að þrífa barnið í framan og fjarlægði sleikjóinn en þar með tókst mér að skemma myndatökuna og barnið varð óhuggandi. Má ég hlægja núna?

Ég þakka reyndar smá fyrir að hann Smári elskan á tvo syni og annar þeirra er bara nokkrum vikum eldri en strákurinn minn svo hann gat sýnt þessu ástandi ótrúlega þolinmæði og skilning. Ástæðan fyrir því að ég var einmitt mætt til hans í myndatöku er sú að ég hef séð myndirnar sem hann tekur af strákunum sínum sem eru alltaf æðislega fallegar og á sama tíma eðlilegar (konan hans sem ég þekki btw er líklega eina mamman sem þarf ekki að vera með myndatökur barnanna á sínum to do lista -heppin!). Heppnin var þó með mér og Smári samþykkti að hitta mig og Bjart Elías beib aftur þrátt fyrir þetta vesen og núna krossa ég alla fingur og tær að sú myndataka gangi betur. Þrátt fyrir þetta allt saman náði hann þessari mynd af gullinu mínu sem mig langar til að sýna ykkur. Það verða því lokins send út jólakort frá okkar heimili í ár! Jibbý ♡

img_8676

Fyrir áhugasama þá finnið þið Smára ljósmyndara á facebook sjá hér.

skrift2

ÓSKALISTINN: ANGAN HÚÐVÖRUR

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Agla

    23. November 2016

    Haha yndislegt :) bleikur er nú uppáhalds liturinn þinn ;)

  2. Fatou

    23. November 2016

    Haha, þú ert engri lík :)

  3. Linnea

    23. November 2016

    Super Cute! <3

  4. Svart á Hvítu

    24. November 2016

    Áttum nýjan tíma í dag (miðvikudagur) og þá er Bjartur með augnsýkingu haha… það er einhver bölvun á mér:)