fbpx

JÓLAINNBLÁSTUR ♡

Jól

Í dag er akkúrat mánuður til jóla og með fyrsta í aðventu á sunnudaginn er orðið tímabært að draga fram jólaskrautið. Ég tók saman myndir úr einu uppáhalds albúminu mínu á Pinterest – Christmas en þar má finna nokkur hundruð myndir sem munu koma þér í jólagírinn. Það er orðið klassískt að sjá lítil jólatré í vasa eða í potti, jólaskraut sem heillar mig persónulega upp úr skónum. Ég er nú þegar komin með tvö lítil gervitré í potti frá Ikea en það er einnig gaman að skreyta með lifandi greinum eða litlum trjám í vasa, gefur heimilinu mikið líf. Ég er einnig hrifin af þeirri einföldu hugmynd að prenta jólstemmingsmyndir út og annaðhvort hengja upp -fallegt að hengja þau upp svo þær myndi jólatré, eða jafnvel skreyta jólapakkana með myndunum.

Jólin beint í æð – enda besti tími ársins framundan ♡

skrift2

JÓLAMYNDATAKA: TAKA 1

Skrifa Innlegg