fbpx

JÓLAILMURINN Í ÁR ER ÍSLENSKUR

Fyrir heimiliðÍslensk hönnunJól

Ég verð að öllum líkindum búin með þennan dásamlega jólailm áður en að jólin renna upp en frá því hann var kynntur fyrir jólin í fyrra varð ég bálskotin. Erla Gísla hjá URÐ var svo yndisleg að senda mér jólailminn í gjöf fyrir stuttu síðan en ég hef ekki getað hugsað mér að pakka honum niður og bíða aðeins lengur. Ég er líka fyrir löngu síðan byrjuð að hlusta á jólalög, búin að kaupa allar jólagjafirnar og því er vel við hæfi að herbergið – bráðum heimilið – ilmi eins og jólin.

Ég hef farið í gegnum mörg jólailmkerti og átt mörg uppáhalds en þetta er í efsta sætinu enda hinn fullkomni jólailmur. Ég sá hjá URÐ á Facebook að ilmkertið var að koma aftur eftir að hafa verið uppselt og fannst því tilvalið a deila þessari mjög svo troðnu mynd með ykkur. Þið vitið jú öll afhverju það er troðfullt af dóti hjá mér;)

P.s. Ég er loksins að vakna til lífsins eftir fullkomna mæðgna Chicago ferð þar sem minni tókst í fyrsta skiptið að klára jólagjafakaupin ♡ Ég get því ekki beðið eftir jólunum enda verður nóg af öðrum verkefnum á mínu heimili!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

UPPÁHALDS // FALLEG HÖNNUN FRÁ REFLECTIONS COPENHAGEN

Skrifa Innlegg