fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR SVARTÁHVÍTU : MINN LISTI

HugmyndirJól

Þá er það enn einn jólagjafahugmyndalisti og í þetta sinn er hann eins Svönulegur og mögulegt er. Nokkra hluti á listanum á ég nú þegar á meðan að aðrir sitja ofarlega á mínum óskalista og ég vona að minn jólasveinn lesi þetta blogg. Ég hef núna undanfarna daga ekki aðeins tekið saman á annað hundrað jólagjafahugmyndir fyrir ykkur hér og á Snapchat en þá hef ég einnig verið í daglegri ráðgjöf og jólagjafainnkaupum fyrir vini, fjölskyldu og lesendur sem hafa þurft smá aðstoð í leit að réttu gjöfinni. Ég væri rík kona (og útsofin) ef ég fengi nú bara greitt fyrir alla þessa greiða ♡

Efstur á þessum lista mínum er Toikka fugl frá iittala og núna er það Svanurinn sjálfur sem trónir þar efst. Ég skipti af og til um hvaða fugl mig langar mest í ég kolféll fyrir Svaninum þegar ég sá hann fyrst. Hér má sjá sitthvað fyrir heimilið og svo smá fínerí fyrir mig sjálfa sem ég hefði ekkert á móti. Bleikt, hvítt og svart eins og ég kann best við það.

//1. Kinfolk Entrepreneur, áhugaverð bók um frumkvöðla. Geysir Heima, 5.800 kr.  //2. Stormur ilmkerti frá URÐ, 5.900 kr. Epal.  //3. Eclipse lampi, 16.900 kr. HAF store (verða með jólamarkað á Þorláksmessu).  //4. Bleikur Tom Dixon púði, 23.800 kr. Lumex.  //5. Iittala Alto vasi, um 17.000 kr. Flestir sölustaðir Iittala.  //6. Handáburður L:A Bruket, 2.490 kr. Snúran.  //7. Handgerður Toikka fugl frá Iittala, Iittala verslunin Kringlunni.  //8. Boule vasi Skultuna, 25.800 kr. Winston Living.  //9. Pappelina gólfmotta, 19.500 kr. Kokka.  //10. Heimsins fallegustu skór, 33.990 kr. Apríl Skór (Garðatorg).  //11. Reflection bleikur kristal kertastjaki, 15.900 kr. Snúran.  //12. Feed me skál, Anna Þórunn, 15.900 kr. Mun Barónsstíg (þar eru nokkrir íslenskir hönnuðir að selja.  //13. Ótrúlega mjúk og falleg rúmföt frá Geysir Heima. 12.800 kr.  Ég valdi mér bleik og blá í heimsókn í dag, en þau fást í 4 ólíkum litum sem hægt er að para saman.  //14. Essie í fallegum metal lit, t.d. Hagkaup svona til að stinga einhverju litlu með í pakkann. 

Vonandi koma þessir jólagjafalistar að góðum notum en þið finnið einnig tvo aðra jólagjafahugmyndalista hér ofarlega á blogginu ♡

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR SVARTÁHVÍTU : FYRIR HANN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Guðrún Vald.

    26. December 2017

    Ég veit að jólin eru búin, en mig langar samt í allt á þessum lista! ;)