Þá er komið að gjafahugmyndum fyrir strákana, það er alltaf jafn gaman að taka saman þessa gjafalista og ég veit að margar af þessum hugmyndum heilla fleiri en bara stráka þó svo að þemað sé smá töffaralegt og með bláum blæ. Oftast á ég erfiðast með að velja gjöf handa pabba mínum en núna í ár er ég loksins örugg með að hafa fundið hlut sem honum vantar þó svo hann viti ekkert endilega af því. Slíkar gjafir hitta oftast best í mark! Þó er mágur minn reyndar efst á lista yfir “erfiðastur að finna gjöf fyrir” og ég fæ hausverk yfir því á hverju ári. Kannski ég fari loksins eftir mínum eigin hugmyndum hér á blogginu og splæsi á hann fínerí á heimilið.
//1. Iiittala bjórkrús, 2.450 kr. Iittala verslunin Kringlunni. //2. Stoff kertastjakar, 5.100 kr. Snúran. //3. Borgarplakat, 10.700 kr. Winston Living. //4. Blár og fagur járnpottur, 29.900 kr. Kokka. //5. Borgarplattar undir heitt eða á vegg, 4.200 kr. Winston Living. //6. Design by us veggljós, 49.900 kr. Snúran. //7. Ullarteppi, frá 12.800 kr. Geysir Heima. //8. Sjöstrand kaffivél, 34.990 kr. Norr11. //9. To go kaffimál Stelton, 3.450 kr. Epal og Kokka. //10. Fallegt vínglas, 1.980 kr. Kokka. //11. Inniskór, 295 kr, Ikea. //12. Bitz ílát og salatáhöld, Bast Kringlan og Snúran. //13. Skeggsett, 4.590 kr. Snúran. //14. Saltkvörn, 14.990 kr. Kokka. //15. Úr. 14.990 kr. Húrra Reykjavík. 16. Ypperlig sófaborð, 4.950 kr. Ikea. //17. Api Kay Bojesen, 17.500 kr. Epal.
4 dagar til jóla – hversu yndislegt. Og enn ein áminningin að gjafirnar skipta ekki öllu, heldur gleðin, samveran og þakklæti fyrir það sem við höfum. Það hafa það ekki allir það jafn gott því miður og því má einnig hafa í huga að gefa af sér á þessum tíma handa þeim sem hafa minna á milli handanna ♡
Skrifa Innlegg