fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: HANDA HONUM

HugmyndirJól

Þá er komið að gjöfinni sem ég á alltaf hvað erfiðast með, handa kærastanum. Þessi listi er alfarið gerður með minn mann í huga en hann yrði ansi hissa ef ég hefði gert þennan lista með allskyns stofupunti eins og mér er einni lagið, nei það er nefnilega ekki það sem hann vill í sinn pakka. Helst nefnir hann að fá nýjan ilm, ræktarföt eða nýtt í fataskápinn, ég hlýt að finna eitthvað fallegt að lokum, það er ég viss um:) Hér hafið þið 11 jólagjafahugmyndir handa honum.

Jolagjafahugmynd

1. B&O heyrnatól, ég er að missa mig yfir þessum þráðlausu heyrnatólum, þau eru líklega þau fallegustu sem ég hef séð. Ég hefði mögulega átt að setja þau á minn lista en Andrés myndi að öllum líkindum kjósa svört en ekki gyllt:) Fást í Ormsson // 2. Rakspíri getur ekki klikkað í pakkann, fullt af góðum ilmum til og hver þarf að finna einn við sitt hæfi. // 3. Take away kaffimál frá Stelton. Fæst í Epal. // 4. Nýjasta snilldin í NORR11 er Frederik Bagger, karlmenn vilja jú líka eiga fallega hluti og fín glös til að skála með. Fæst í Norr11. // 5. Fallegt úr getur ekki klikkað, fæst hjá Húrra Reykjavík. // 6. Leðurkortaveski er eitthvað sem allir strákar þurfa að eiga, þetta fæst einnig hjá Húrra Reykjavík. // 7. Fallegt leðurbelti er klassísk gjöf, fæst hjá NTC. // 8. Karlmenn þurfa líka að eiga snyrtitöskur, þessi er flott frá Marimekko, fæst í Epal. // 9. Klassísk leðurstígvél, þessi eru frá Húrra Reykjavík. // 10. Ef það er eitthvað sem minn maður þarf að eignast þá eru það góða snyrtivörur, Karen Lind hefur áður dásamað þessar vörur þó svo að ég hafi ekki reynslu af þeim sjálf. Fást í Hagkaup. // 11. Það sem situr ár eftir ár á jólaóskalistanum hjá mínum eru æfingarföt og ég veit að Under Armour er í uppáhaldi hjá mínum, fæst hjá Altis. //

 Vonandi koma þessar hugmyndir að góðum notum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

JÓLAINNLIT: 5 DAGAR TIL JÓLA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1